Hundruð milljóna horfnar 10. apríl 2010 18:48 Hundruð milljóna króna hafa horfið út af reikningum Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra Eimskips, á síðustu misserum. Búið er að krefjast kyrrsetningar á eigum hans og Steingríms Péturssonar, viðskiptafélaga hans, en báðir sæta þeir skattrannsókn. Skattrannsóknarstjóri krafðist nú fyrir helgi að eignir tveggja manna yrðu kyrrsettar vegna ríflega hundrað milljóna króna skattakröfu á hendur þeim. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskips og Steingrímur Pétursson, viðskiptafélagi hans. Þeir félagar eiga meðal annars Sjöfn sem lengi vel einbeitti sér að því að selja málningu. Hlutverk og stefna félagsins breyttist þó og varð fjárfestingarfyrirtæki sem fjárfesti í óskráðum félögum og fasteignum. Þá var Baldur einnig áberandi sem forstjóri Eimskipafélags Íslands en Baldur tapaði dómsmáli þar sem hann krafðist 140 milljóna króna starfslokagreiðslu þrátt fyrir milljarða tap félagsins undir hans stjórn. Skattrannsóknarstjóri sagði í fréttum okkar í gær að það hefði þurft að kyrrsetja eigur auðmanna fyrr til að koma í veg fyrir að þeir kæmu þeim undan. „Þetta hefur verið að gerast fyrir framan á nefið á okkur. Það tæmast bara reikningar," segir Stefán Skjaldarson, skattrannsóknarstjóri. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa hundruð milljóna króna horfið út af reikningum Baldurs á síðustu misserum. Þá flutti Baldur fjórar fasteignir, meðal annars einbýlishús á Akureyri þar sem hann er nú búsettur, af eigin nafni yfir í félagið BÖG árið 2008. Félagið er að fullu í hans eigu en möguleiki er fyrir hendi að krefjast kyrrsetningar á eignarhlutum manna í félögum. Ekki náðist í Baldur í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Hundruð milljóna króna hafa horfið út af reikningum Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra Eimskips, á síðustu misserum. Búið er að krefjast kyrrsetningar á eigum hans og Steingríms Péturssonar, viðskiptafélaga hans, en báðir sæta þeir skattrannsókn. Skattrannsóknarstjóri krafðist nú fyrir helgi að eignir tveggja manna yrðu kyrrsettar vegna ríflega hundrað milljóna króna skattakröfu á hendur þeim. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þetta Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskips og Steingrímur Pétursson, viðskiptafélagi hans. Þeir félagar eiga meðal annars Sjöfn sem lengi vel einbeitti sér að því að selja málningu. Hlutverk og stefna félagsins breyttist þó og varð fjárfestingarfyrirtæki sem fjárfesti í óskráðum félögum og fasteignum. Þá var Baldur einnig áberandi sem forstjóri Eimskipafélags Íslands en Baldur tapaði dómsmáli þar sem hann krafðist 140 milljóna króna starfslokagreiðslu þrátt fyrir milljarða tap félagsins undir hans stjórn. Skattrannsóknarstjóri sagði í fréttum okkar í gær að það hefði þurft að kyrrsetja eigur auðmanna fyrr til að koma í veg fyrir að þeir kæmu þeim undan. „Þetta hefur verið að gerast fyrir framan á nefið á okkur. Það tæmast bara reikningar," segir Stefán Skjaldarson, skattrannsóknarstjóri. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa hundruð milljóna króna horfið út af reikningum Baldurs á síðustu misserum. Þá flutti Baldur fjórar fasteignir, meðal annars einbýlishús á Akureyri þar sem hann er nú búsettur, af eigin nafni yfir í félagið BÖG árið 2008. Félagið er að fullu í hans eigu en möguleiki er fyrir hendi að krefjast kyrrsetningar á eignarhlutum manna í félögum. Ekki náðist í Baldur í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira