Erlent

Kólerufaraldur brýst út á Haítí

POrt-au-prince Kólerufaraldur geisar nú um 100 kílómetra norðan við höfuðborg Haítí, og hefur fjöldi fólks látist vegna sjúkdómsins. 
fréttablaðið/ap
POrt-au-prince Kólerufaraldur geisar nú um 100 kílómetra norðan við höfuðborg Haítí, og hefur fjöldi fólks látist vegna sjúkdómsins. fréttablaðið/ap

Mikill fjöldi fólks hefur látist vegna kóleru á Haítí undanfarna daga. Yfir 1500 manns hafa sýkst.

Heilbrigðisstarfsmenn og forseti landsins hafa staðfest kólerufaraldur norðan við höfuð­borgina Port-au-Prince. Forsetinn René Préval segir að ríkisstjórn hans vinni að því að útbreiðsla sjúkdómsins verði heft.

Óttast hefur verið að faraldur af þessu tagi brytist út allt frá því jarðskjálfti reið þar yfir í janúar. Þetta er í fyrsta sinn í heila öld sem kólerufaraldur brýst út í landi í eða við karabíska hafið. - þeb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×