Innlent

Um 150 ný störf skapast til áramóta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 150 ný störf skapast fram að næstu áramótum með þeirri ákvörðun borgarráðs sem tekin var fyrr í sumar um að breyta forgangsröðun á framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2010 og verja 500 milljónum í átaksverkefni skapast.

Á fundi borgarráðs í gær, var lagt fram yfirlit yfir átaksverkefni á vegum framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar.

Fjárhæðin skiptist með eftirfarandi hætti:

100 milljónir fara til leikvalla, opinna svæða og endurgerðar gönguleiða.

150 milljónir fara til framkvæmda vegna gönguleiða.

100 milljónir fara til margvíslegra smærri viðhaldsverkefna.

150 milljónir fara í stærri verkefni í Fellaskóla, Seljaskóla og Austurbæjarskóla.

Framkvæmdir eru þegar hafnar við fjölda verkefna, en í öðrum er ýmist verið að semja við verktaka, eða verið að undirbúa verðkönnunar- eða útboðsferli. Meðal verkefna eru leikvöllur við Freyjugötu, skíðabrekka í Jafnaseli, brúin í Elliðaárdal, Bernhöftstorfa, Turninn á Lækjatorgi, sparkvöllur í Norðlingaholti, leikvellir og göngustígar í Breiðholti, svo fátt eitt sé nefnt.

Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg verður framkvæmt á vegum Reykjavíkurborgar fyrir alls 6,5 milljarða í ár og eru framkvæmdir fyrirtækja borgarinnar þá ekki meðtaldar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×