Lífið

Aðdáandi ógnar Gaga

Lady Gaga hefur fengið nálgunarbann sett á brjálaðan rússneskan aðdáanda.
Lady Gaga hefur fengið nálgunarbann sett á brjálaðan rússneskan aðdáanda.

Söngkonan Lady Gaga hefur fengið nálgunarbann sett á brjálaðan aðdáanda sem sendi henni óhugnanlegt bréf. Þar skrifar rússneski neminn Anastasia Obukhova að draumur hennar sé að deyja með Gaga.

„Þú ert í draumum mínum. Mig langar að deyja og ég vil deyja með þér. Ég er ekki Mark Chapman [morðingi Johns Lennon]. Þú ert ekki sú eina sem mun deyja. Ég mun skjóta mig í höfuðið líka.“ Samkvæmt dómsúrskurðinum má hin 26 ára Obukhova, sem býr í New York, ekki koma nær Gaga en tæpa fimm hundruð metra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.