Innlent

Telur Catalinu þegar refsað

Catalina hefur þegar hlotið tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir hórmang. Fréttablaðið / vilhelm
Catalina hefur þegar hlotið tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir hórmang. Fréttablaðið / vilhelm

Verjandi Catalinu Mikue Ncogo vill að ákæru á hendur henni fyrir að hagnast á vændisstarfsemi fimm kvenna verði vísað frá. Hann telur að Catalina hafi í raun þegar hlotið fyrir það dóm. Þetta kemur fram í greinargerð lögmannsins Jóns Egilssonar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.



Catalina var í desember dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning og að gera út þrjár nafngreindar vændiskonur „auk fleiri ónafngreindra kvenna“.



Jón bendir í greinargerð sinni á að úr því að fyrri dómurinn telji sannað að hún hafi gert út fleiri ónafngreindar konur, og miði refsinguna við það, hljóti konurnar fimm í nýja málinu að falla þar undir. Ekki sé hægt að refsa Catalinu aftur fyrir sama brotið og því beri að vísa þessum lið frá.

Catalina er jafnframt ákærð fyrir mansal. Hún hafi svipt þrjár kvennanna frelsi sínu og haldið þeim í kynlífsþrælkun.



Þessu er alfarið hafnað í greinar-gerðinni. Meðal annars liggi fyrir að konurnar hafi sjálfviljugar stundað vændi erlendis áður en þær komu hingað til lands. - sh



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×