Innlent

Ungliðar vilja að Guðmundur segi af sér þingmennsku

Guðmundur Steingrímsson.
Guðmundur Steingrímsson.

Ummæli Guðmundar Steingrímssonar þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa vakið viðbrögð flokksfélaga hans í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. Guðmundur gagnrýndi nokkuð forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og segja flokksfélagar hans í yfirlýsingum að hann hafi ýjað að því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður framsóknar ætti að víkja.

Þessu eru flokksfélög ungra framsóknarmanna allsendis ósammála og krefjast Húnvetningarnir þess af Guðmundi að hann biðjist afsökunar á opinberum vettvangi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði ganga enn lengra og skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku og halda aftur í sinn gamla flokk, Samfylkinguna.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×