Erlent

Skilorðslausn morðingja Lennon hafnað í sjötta sinn

Mark David Chapman, morðingja John Lennon, hefur verið neitað um skilorðlausn í sjötta sinn. Mun Chapman því sitja áfram í fangelsi í að minnsta kosti næstu tvö árin.

Skilorðsnefndin segir að enn væru uppi áhyggjur um hið siðferðislega sinnuleysi sem Chapman sýndi þegar hann myrti John Lennon í New York árið 1980.

Þá hefði Chapman ekki tekist að sýna fram á virðingu fyrir félagslegum gildum er hann sótti um reynslulausnina.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×