fréttaskýring: Kemur aftur saman í júní 17. júní 2010 05:30 Hvað gerðu þingmenn fyrir sumarfríið? Alþingi lauk störfum fyrir hlé í gær, eftir mikla fundatörn. Kunnuglegur söngur heyrðist úr þingsal þegar stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarliða fyrir skipulagsleysi og að ætla sér að koma allt of mörgum þingmálum í gegn um þingið á of skömmum tíma. Breytingin var þó að nú voru fyrrum stjórnarliðar að gagnrýna fyrrum stjórnarandstæðinga. Ekki er að sjá að umræður um breytta starfshætti þingsins hafi skilað sér inn í þingstarfið, í það minnsta var stressið á lokametrunum það sama og oftast áður. Stór mál biðu afgreiðslu; lagafrumvörp um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna, um sameiningu og fækkun ráðuneyta, um stjórnlagaþing, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og fleira og fleira. Samkvæmt uppfærðri starfsáætlun þingsins átti þriðjudagur að verða síðasti þingdagur. Það tafðist um einn dag. Í raun náðist ekki samkomulag um þinglok fyrr en á þriðjudagseftirmiðdegi. Það breytti því þó ekki að þingmenn ræddu fram á morgun um hin margvíslegustu mál, voru að til að verða sex um morguninn. Þingfundur hófst á ný klukkan 11 og þá leit út fyrir að samkomulagið væri í uppnámi. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum kallaði eftir því að dagskrá þingsins yrði breytt og tillaga um að afturkalla aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði tekin á dagskrá. Kveikja þeirrar umræðu var yfirlýsing þýska þingsins um að Ísland færi ekki inn í Evrópusambandið á meðan hér væru stundaðar hvalveiðar. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra upplýsti að staðgengill þýska sendiherrans hefði gengið á hans fund á þriðjudag og lýst þessari skoðun. Eftir nokkurt karp um þjóðhagslegt mikilvægi hvalveiða, þar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir upplýsti meðal annars að útflutningstekjur vegna hvalaafurða hefðu verið 5 þúsund krónur á síðasta ári, var gengið til dagskrár og umræða hófst um Stjórnarráð Íslands. Í þeirri umræðu las Atli Gíslason yfirlýsingu frá honum, Jóni Bjarnasyni og Ásmundi Einari Daðasyni, þess efnis að þeir væru mótfallnir fækkun ráðuneyta, nokkuð sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum og er grunnstefið í tillögum forsætisráðherra um breytingar á Stjórnarráðinu. Að lokum tókst þó að koma þingmönnum í sumarfrí, en það varir ekki lengi. Í gær féll dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán bankanna. Alþingi kemur saman á ný 24. júní, þar sem sá dómur og afleiðingar hans verða ræddar. Þá verður farið betur yfir pakkann um aðgerðir til stuðnings heimilum. Þing kemur síðan saman á ný 2. september, en nefndastarf hefst í lok ágúst. Þá mun meðal annars þingmannanefnd um rannsóknarskýrslu skila sinni vinnu, þar sem tekin verður afstaða til þess hvort fyrrum ráðherrar verða dregnir fyrir landsdóm. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Hvað gerðu þingmenn fyrir sumarfríið? Alþingi lauk störfum fyrir hlé í gær, eftir mikla fundatörn. Kunnuglegur söngur heyrðist úr þingsal þegar stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarliða fyrir skipulagsleysi og að ætla sér að koma allt of mörgum þingmálum í gegn um þingið á of skömmum tíma. Breytingin var þó að nú voru fyrrum stjórnarliðar að gagnrýna fyrrum stjórnarandstæðinga. Ekki er að sjá að umræður um breytta starfshætti þingsins hafi skilað sér inn í þingstarfið, í það minnsta var stressið á lokametrunum það sama og oftast áður. Stór mál biðu afgreiðslu; lagafrumvörp um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna, um sameiningu og fækkun ráðuneyta, um stjórnlagaþing, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og fleira og fleira. Samkvæmt uppfærðri starfsáætlun þingsins átti þriðjudagur að verða síðasti þingdagur. Það tafðist um einn dag. Í raun náðist ekki samkomulag um þinglok fyrr en á þriðjudagseftirmiðdegi. Það breytti því þó ekki að þingmenn ræddu fram á morgun um hin margvíslegustu mál, voru að til að verða sex um morguninn. Þingfundur hófst á ný klukkan 11 og þá leit út fyrir að samkomulagið væri í uppnámi. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum kallaði eftir því að dagskrá þingsins yrði breytt og tillaga um að afturkalla aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði tekin á dagskrá. Kveikja þeirrar umræðu var yfirlýsing þýska þingsins um að Ísland færi ekki inn í Evrópusambandið á meðan hér væru stundaðar hvalveiðar. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra upplýsti að staðgengill þýska sendiherrans hefði gengið á hans fund á þriðjudag og lýst þessari skoðun. Eftir nokkurt karp um þjóðhagslegt mikilvægi hvalveiða, þar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir upplýsti meðal annars að útflutningstekjur vegna hvalaafurða hefðu verið 5 þúsund krónur á síðasta ári, var gengið til dagskrár og umræða hófst um Stjórnarráð Íslands. Í þeirri umræðu las Atli Gíslason yfirlýsingu frá honum, Jóni Bjarnasyni og Ásmundi Einari Daðasyni, þess efnis að þeir væru mótfallnir fækkun ráðuneyta, nokkuð sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum og er grunnstefið í tillögum forsætisráðherra um breytingar á Stjórnarráðinu. Að lokum tókst þó að koma þingmönnum í sumarfrí, en það varir ekki lengi. Í gær féll dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán bankanna. Alþingi kemur saman á ný 24. júní, þar sem sá dómur og afleiðingar hans verða ræddar. Þá verður farið betur yfir pakkann um aðgerðir til stuðnings heimilum. Þing kemur síðan saman á ný 2. september, en nefndastarf hefst í lok ágúst. Þá mun meðal annars þingmannanefnd um rannsóknarskýrslu skila sinni vinnu, þar sem tekin verður afstaða til þess hvort fyrrum ráðherrar verða dregnir fyrir landsdóm. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira