Innlent

Svarti listinn býður fram í Borgarbyggð

Borgarnes. Svarti listinn efnir til borgarafundar á B57 nk. fimmtudagskvöld.
Borgarnes. Svarti listinn efnir til borgarafundar á B57 nk. fimmtudagskvöld.
Nýtt framboð, Svarti listinn, býður fram í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum sem fara fram 29. maí næstkomandi. Svarti listinn hyggur á umbætur á stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Svarti listinn stendur fyrir borgarafundi á B57 í Borgarnesi á fimmtudagskvöldið klukkan 20. Þar gefst íbúum kostur á að móta stefnu framboðslistans fyrir komandi kosningar, að því er fram kemur í tilkynningu frá framboðinu. Stefna Svarta listans verður mótuð eftir fundinn.

„Nú er kominn tími á breytingar. Óvíða á Íslandi er staðan verri en í Borgarbyggð og neita meðlimir Svarta listans að horfa upp á sömu aðila komast að kjötkötlunum enn eina ferðina eins og ekkert hafi í skorist. Ástandið er slæmt og efnahagshruni verður ekki eingöngu kennt um. Óskynsamlegar ákvarðanir fráfarandi sveitarstjórnar, þeirra sömu aðila og sækjast nú eftir endurnýjuðu umboði kjósenda, vega hvað þyngst þegar ástæður hruns Borgarbyggðar eru raktar. Nú er kominn tími til að segja stopp," segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×