Allir láti sprauta sig gegn svínaflensunni 25. mars 2010 06:00 Þórólfur Guðnason. Aukaverkanir af bólusetningu gegn eru svínflensu mjög litlar miðað við hættuna af veirunni sjálfri, segir yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins.Fréttablaðið/Stefán „Menn gleyma því að það voru tvö hundruð manns lagðir inn á spítala og tuttugu manns í öndunarvélar á gjörgæslu – allt fólk á besta aldri sem annars hefði dáið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknis, sem kveður mikilvægt að allir verði bólusettir gegn svínaflensu. Að sögn Þórólfs hafa nú um 150 þúsund manns látið bólusetja sig gegn svínaflensunni hérlendis. „Við teljum mikilvægt að ná góðri þekjun og meira ónæmi í samfélaginu gegn þessari flensu til að koma í veg fyrir að hún geti blossað upp aftur,“ segir Þórólfur og ítrekar að slíkir heimsfaraldrar komi ekki bara einu sinni og hverfi heldur gangi aftur næstu ár. „Oft hafa faraldrarnir verið álíka skæðir þegar þeir koma í annað og þriðja sinn. Og stundum verri.“ Þórólfur segir að þótt mjög gott sé að annar helmingur þjóðarinnar hafi látið bólusetja sig sé mikilvægt að hinn helmingurinn láti einnig bólusetja sig. Enn sé til bóluefni fyrir 150 þúsund manns því keyptir hafi verið 300 þúsund skammtar. Efnið endist í um tvö ár. Þórólfur hafnar því algerlega að bóluefnið sé lítt rannsakað og jafnvel hættulegt eins og margir haldi fram. Hann bendir á að af öllum sem bólusettir hafi verið hérlendis hafi aðeins tveir fengið alvarlegar aukaverkanir. „En af þeim 55 þúsund manns sem við teljum að hafi fengið inflúensuna þá eru tvö hundruð sem fengu hana alvarlega og þurftu að leggjast inn á sjúkrahús og tuttugu voru í lífshættu,“ segir Þórólfur og undirstrikar að tilkynntar aukaverkanir hafi alls ekki verið fleiri en við almennar bólusetningar. „Það er líklegast að flensan komi aftur næsta vetur en hún gæti líka komið í vor. Inflúensan er ólíkindatól. Hún getur breytt sér og gert allar hundakúnstir en þetta bóluefni er mjög öflugt og við höfum góðar vonir um það að þó að veiran breyti sér eitthvað eigi bóluefnið að koma í veg fyrir sýkingu af breyttri veiru – þótt við vitum það náttúrlega ekki,“ segir Þórólfur Guðnason. gar@frettabladid.is Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Menn gleyma því að það voru tvö hundruð manns lagðir inn á spítala og tuttugu manns í öndunarvélar á gjörgæslu – allt fólk á besta aldri sem annars hefði dáið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknis, sem kveður mikilvægt að allir verði bólusettir gegn svínaflensu. Að sögn Þórólfs hafa nú um 150 þúsund manns látið bólusetja sig gegn svínaflensunni hérlendis. „Við teljum mikilvægt að ná góðri þekjun og meira ónæmi í samfélaginu gegn þessari flensu til að koma í veg fyrir að hún geti blossað upp aftur,“ segir Þórólfur og ítrekar að slíkir heimsfaraldrar komi ekki bara einu sinni og hverfi heldur gangi aftur næstu ár. „Oft hafa faraldrarnir verið álíka skæðir þegar þeir koma í annað og þriðja sinn. Og stundum verri.“ Þórólfur segir að þótt mjög gott sé að annar helmingur þjóðarinnar hafi látið bólusetja sig sé mikilvægt að hinn helmingurinn láti einnig bólusetja sig. Enn sé til bóluefni fyrir 150 þúsund manns því keyptir hafi verið 300 þúsund skammtar. Efnið endist í um tvö ár. Þórólfur hafnar því algerlega að bóluefnið sé lítt rannsakað og jafnvel hættulegt eins og margir haldi fram. Hann bendir á að af öllum sem bólusettir hafi verið hérlendis hafi aðeins tveir fengið alvarlegar aukaverkanir. „En af þeim 55 þúsund manns sem við teljum að hafi fengið inflúensuna þá eru tvö hundruð sem fengu hana alvarlega og þurftu að leggjast inn á sjúkrahús og tuttugu voru í lífshættu,“ segir Þórólfur og undirstrikar að tilkynntar aukaverkanir hafi alls ekki verið fleiri en við almennar bólusetningar. „Það er líklegast að flensan komi aftur næsta vetur en hún gæti líka komið í vor. Inflúensan er ólíkindatól. Hún getur breytt sér og gert allar hundakúnstir en þetta bóluefni er mjög öflugt og við höfum góðar vonir um það að þó að veiran breyti sér eitthvað eigi bóluefnið að koma í veg fyrir sýkingu af breyttri veiru – þótt við vitum það náttúrlega ekki,“ segir Þórólfur Guðnason. gar@frettabladid.is
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira