Allir láti sprauta sig gegn svínaflensunni 25. mars 2010 06:00 Þórólfur Guðnason. Aukaverkanir af bólusetningu gegn eru svínflensu mjög litlar miðað við hættuna af veirunni sjálfri, segir yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins.Fréttablaðið/Stefán „Menn gleyma því að það voru tvö hundruð manns lagðir inn á spítala og tuttugu manns í öndunarvélar á gjörgæslu – allt fólk á besta aldri sem annars hefði dáið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknis, sem kveður mikilvægt að allir verði bólusettir gegn svínaflensu. Að sögn Þórólfs hafa nú um 150 þúsund manns látið bólusetja sig gegn svínaflensunni hérlendis. „Við teljum mikilvægt að ná góðri þekjun og meira ónæmi í samfélaginu gegn þessari flensu til að koma í veg fyrir að hún geti blossað upp aftur,“ segir Þórólfur og ítrekar að slíkir heimsfaraldrar komi ekki bara einu sinni og hverfi heldur gangi aftur næstu ár. „Oft hafa faraldrarnir verið álíka skæðir þegar þeir koma í annað og þriðja sinn. Og stundum verri.“ Þórólfur segir að þótt mjög gott sé að annar helmingur þjóðarinnar hafi látið bólusetja sig sé mikilvægt að hinn helmingurinn láti einnig bólusetja sig. Enn sé til bóluefni fyrir 150 þúsund manns því keyptir hafi verið 300 þúsund skammtar. Efnið endist í um tvö ár. Þórólfur hafnar því algerlega að bóluefnið sé lítt rannsakað og jafnvel hættulegt eins og margir haldi fram. Hann bendir á að af öllum sem bólusettir hafi verið hérlendis hafi aðeins tveir fengið alvarlegar aukaverkanir. „En af þeim 55 þúsund manns sem við teljum að hafi fengið inflúensuna þá eru tvö hundruð sem fengu hana alvarlega og þurftu að leggjast inn á sjúkrahús og tuttugu voru í lífshættu,“ segir Þórólfur og undirstrikar að tilkynntar aukaverkanir hafi alls ekki verið fleiri en við almennar bólusetningar. „Það er líklegast að flensan komi aftur næsta vetur en hún gæti líka komið í vor. Inflúensan er ólíkindatól. Hún getur breytt sér og gert allar hundakúnstir en þetta bóluefni er mjög öflugt og við höfum góðar vonir um það að þó að veiran breyti sér eitthvað eigi bóluefnið að koma í veg fyrir sýkingu af breyttri veiru – þótt við vitum það náttúrlega ekki,“ segir Þórólfur Guðnason. gar@frettabladid.is Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
„Menn gleyma því að það voru tvö hundruð manns lagðir inn á spítala og tuttugu manns í öndunarvélar á gjörgæslu – allt fólk á besta aldri sem annars hefði dáið,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknis, sem kveður mikilvægt að allir verði bólusettir gegn svínaflensu. Að sögn Þórólfs hafa nú um 150 þúsund manns látið bólusetja sig gegn svínaflensunni hérlendis. „Við teljum mikilvægt að ná góðri þekjun og meira ónæmi í samfélaginu gegn þessari flensu til að koma í veg fyrir að hún geti blossað upp aftur,“ segir Þórólfur og ítrekar að slíkir heimsfaraldrar komi ekki bara einu sinni og hverfi heldur gangi aftur næstu ár. „Oft hafa faraldrarnir verið álíka skæðir þegar þeir koma í annað og þriðja sinn. Og stundum verri.“ Þórólfur segir að þótt mjög gott sé að annar helmingur þjóðarinnar hafi látið bólusetja sig sé mikilvægt að hinn helmingurinn láti einnig bólusetja sig. Enn sé til bóluefni fyrir 150 þúsund manns því keyptir hafi verið 300 þúsund skammtar. Efnið endist í um tvö ár. Þórólfur hafnar því algerlega að bóluefnið sé lítt rannsakað og jafnvel hættulegt eins og margir haldi fram. Hann bendir á að af öllum sem bólusettir hafi verið hérlendis hafi aðeins tveir fengið alvarlegar aukaverkanir. „En af þeim 55 þúsund manns sem við teljum að hafi fengið inflúensuna þá eru tvö hundruð sem fengu hana alvarlega og þurftu að leggjast inn á sjúkrahús og tuttugu voru í lífshættu,“ segir Þórólfur og undirstrikar að tilkynntar aukaverkanir hafi alls ekki verið fleiri en við almennar bólusetningar. „Það er líklegast að flensan komi aftur næsta vetur en hún gæti líka komið í vor. Inflúensan er ólíkindatól. Hún getur breytt sér og gert allar hundakúnstir en þetta bóluefni er mjög öflugt og við höfum góðar vonir um það að þó að veiran breyti sér eitthvað eigi bóluefnið að koma í veg fyrir sýkingu af breyttri veiru – þótt við vitum það náttúrlega ekki,“ segir Þórólfur Guðnason. gar@frettabladid.is
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira