Innlent

Byggi stúku eða spili leiki utanbæjar

Stuðningsmenn Víkings Víkingur í Ólafsvík komst upp í 1. deild í sumar og náði í undanúrslit bikarkeppninnar.Fréttablaðið/Daníel
Stuðningsmenn Víkings Víkingur í Ólafsvík komst upp í 1. deild í sumar og náði í undanúrslit bikarkeppninnar.Fréttablaðið/Daníel

Bæjarfulltrúar í Snæfellsbæ telja að Knattspyrnusamband Íslands hafi stillt bæjarfélaginu upp við vegg þannig að ekki sé umflúið að bærinn styrki byggingu 350 manna stúku í Ólafsvík um sjö milljónir króna.

„Í ljósi þess að KSÍ gerir kröfu um að stúku þessari verði komið upp og fullreynt er talið að þeirri ákvörðun verði ekki breytt af þeirra hálfu, sem í raun er óskiljanlegt miðað við það efnahagsástand sem nú ríkir í landinu, er um fátt annað að ræða en að bæjarsjóður komi að þessu máli með knattspyrnudeildinni. Að öðrum kosti fær Víkingur ekki að leika heimaleiki sína í Ólafsvík,“ segir í bókun minnihluta bæjarstjórnar, J-listans, á síðasta bæjarstjórnarfundi.

„Það er okkar skoðun að þessum peningum væri betur varið í margvísleg málefni tengd íþrótta- og æskulýðsmálum í bæjarfélaginu,“ bókaði J-listinn áfram. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks sögðust taka „heilshugar“ undir bókun J-listans.

Allir bæjarfulltrúarnir samþykktu að styðja stúkubygginguna sem samtals á að kosta 21 milljón króna. Byggingafyrirtækið Nesbyggð leggur fram sjö milljónir króna og KSÍ greiðir þær sjö milljónir sem eftir standa. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×