Gylfi Einarsson á leiðinni aftur til Íslands Hjalti Þór Hreinsson skrifar 20. júlí 2010 07:30 Gylfi í leik með Leeds. GettyImages Gylfi Einarsson segir að 90% líkur séu á því að hann spili á Íslandi á næsta tímabili. Hinn 31 árs gamli Gylfi er að verða samningslaus hjá Brann í Noregi og ætlar að fara frá félaginu. Það var þó sól og blíða í Bergen þegar Fréttablaðið ræddi við Gylfa í gær en hann hefur rætt óformlega við Fylki um að ganga aftur í raðir félagsins. „Þeir voru að athuga hvort það væri möguleiki á því að ég kæmist heim núna. Það verður ekki." Gylfi segir að eftir tíu ár í atvinnumennsku sé kannski réttast að fara heim. Hann fór frá Fylki árið 2000 til Lilleström í Noregi, þaðan til Leeds á Englandi og þá aftur til Noregs, nú til Brann. „Ég var ekkert alltaf spenntur fyrir því að koma heim en er að verða heitur núna. Það er fínt að spila aðeins heima áður en maður hættir þessu," segir Gylfi sem segir ekki öruggt að hann fari til Fylkis. „Ég verð alltaf Fylkismaður og Fylkir er mitt félag. En ég útiloka ekkert og það gæti þess vegna verið gaman að prófa eitthvað annað," sagði Gylfi sem má semja við félag núna þar sem samningur hans er að renna út. „Ég er ekkert að drífa mig að þessu," segir Gylfi sem segir að ef ekki væri fyrir stóra fjölskyldu væri hann kannski heitur fyrir því að ljúka ferlinum á framandi slóðum. „Ef ég væri einn myndi ég kannski fara til Ástralíu eða eitthvað. En ég er með fjögur börn svo það er ekki að fara að gerast. Ef eitthvað virkilega spennandi býðst loka ég ekki á að prófa eitthvað annað land áður en ég kem heim," sagði Gylfi. Hann segir einnig að það sé erfitt að slíta sig alveg frá fótboltanum en framtíð sín liggi ekki í þjálfun, umboðsmennska sé meira að hans skapi. „Ég fer ekki að þjálfa. Kannski fer ég og læri umboðsmanninn, maður er kominn með ágætis tengslanet," segir Gylfi sem fær reglulega spurningar frá kollegum sínum hvernig í ósköpunum Íslendingar fari að því að framleiða góða leikmenn í bílförmum. Innlendar Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ Sjá meira
Gylfi Einarsson segir að 90% líkur séu á því að hann spili á Íslandi á næsta tímabili. Hinn 31 árs gamli Gylfi er að verða samningslaus hjá Brann í Noregi og ætlar að fara frá félaginu. Það var þó sól og blíða í Bergen þegar Fréttablaðið ræddi við Gylfa í gær en hann hefur rætt óformlega við Fylki um að ganga aftur í raðir félagsins. „Þeir voru að athuga hvort það væri möguleiki á því að ég kæmist heim núna. Það verður ekki." Gylfi segir að eftir tíu ár í atvinnumennsku sé kannski réttast að fara heim. Hann fór frá Fylki árið 2000 til Lilleström í Noregi, þaðan til Leeds á Englandi og þá aftur til Noregs, nú til Brann. „Ég var ekkert alltaf spenntur fyrir því að koma heim en er að verða heitur núna. Það er fínt að spila aðeins heima áður en maður hættir þessu," segir Gylfi sem segir ekki öruggt að hann fari til Fylkis. „Ég verð alltaf Fylkismaður og Fylkir er mitt félag. En ég útiloka ekkert og það gæti þess vegna verið gaman að prófa eitthvað annað," sagði Gylfi sem má semja við félag núna þar sem samningur hans er að renna út. „Ég er ekkert að drífa mig að þessu," segir Gylfi sem segir að ef ekki væri fyrir stóra fjölskyldu væri hann kannski heitur fyrir því að ljúka ferlinum á framandi slóðum. „Ef ég væri einn myndi ég kannski fara til Ástralíu eða eitthvað. En ég er með fjögur börn svo það er ekki að fara að gerast. Ef eitthvað virkilega spennandi býðst loka ég ekki á að prófa eitthvað annað land áður en ég kem heim," sagði Gylfi. Hann segir einnig að það sé erfitt að slíta sig alveg frá fótboltanum en framtíð sín liggi ekki í þjálfun, umboðsmennska sé meira að hans skapi. „Ég fer ekki að þjálfa. Kannski fer ég og læri umboðsmanninn, maður er kominn með ágætis tengslanet," segir Gylfi sem fær reglulega spurningar frá kollegum sínum hvernig í ósköpunum Íslendingar fari að því að framleiða góða leikmenn í bílförmum.
Innlendar Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ Sjá meira