Hreiðar Már gagnrýnir FME í bréfi til forsætisráðherra 24. september 2010 18:30 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fullyrðir í bréfi til forsætisráðherra að breska fjármálaeftirlitið hafi komist að því að hvorki hann né aðrir stjórnendur hafi brotið lög í starfi sínu fyrir dótturfélag bankans í London. Hann hvetur stjórnvöld til aðgerða vegna lélegra vinnubragða íslenska fjármálaeftirlitsins. Bréf Hreiðars Más var póstlagt í Lúxemborg fyrir þremur dögum og sent í hingað í stjórnarráðshúsið, stílað á forsætisráðherra. Fréttastofa hefur bréfið undir höndum en í því gagnrýnir Hreiðar Már rannsóknaðferðir Fjármálaeftirlitsins harðlega. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra, Gunnar Andersen, forstjóri FME og Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari fengu afrit af bréfinu. Efni bréfsins er rannsókn breska fjármálaeftirlitsins, FSA, á starfsemi Kaupthing Singer og Friedlander. Hreiðar Már segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld séu upplýst um niðurstöðu rannsóknarinnar. Hún sé sú að ekki sé talið að hann né aðrir stjórnendur bankans hafi brotið lög í starfi sínu fyrir dótturfélag bankans í London. Í bréfinu ber Hreiðar Már saman vinnubrögð breska fjármálaeftirlitsins og þess íslenska. Hann segir að sem fyrrverandi forstjóri Kaupþingssamstæðunnar og stjórnarmaður í dótturfélaginu í London hafi hann ásamt öðrum stjórnendum mætt í fjölda yfirheyrslna hjá FSA. Hins vegar hafi FME ekki rætt við hann um eitt eða neitt í aðdraganda hrunsins, þrátt fyrir miklar og alvarlegar ásakanir í garð stjórnenda bankans. Hann segir að starfsmenn FME hafi eytt miklum tíma í að fara í gegnum gögn og tölvupósta að því er virðist fyrst og fremst til að leita að meintum glæpum. Hreiðar Már segist telja að eftirlitið hafi dregið af upplýsingunum alrangar ályktar og í kjölfarið sett fram gríðarlega alvarlegar ásakanir án þess að hafa á nokkru stigi málsins rætt við þá sem ávirðingarnar beinist að. Hann segist sannfærður um að íslenska fjármálaeftirlitið verði aldrei trúverðugt eða öflugt með vinnubrögðum af því tagi sem virðist viðgangist þar innan veggja í dag. Hann segir að munurinn á fagmennsku og metnaði þessara tveggja fjármálaeftirlita sé sláandi og segist vona að bréf sitt veki íslensk stjórnvöld til umhugsunar og aðgerða. Nánar verður greint frá efni bréfsins í Fréttablaðinu á morgun. Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fullyrðir í bréfi til forsætisráðherra að breska fjármálaeftirlitið hafi komist að því að hvorki hann né aðrir stjórnendur hafi brotið lög í starfi sínu fyrir dótturfélag bankans í London. Hann hvetur stjórnvöld til aðgerða vegna lélegra vinnubragða íslenska fjármálaeftirlitsins. Bréf Hreiðars Más var póstlagt í Lúxemborg fyrir þremur dögum og sent í hingað í stjórnarráðshúsið, stílað á forsætisráðherra. Fréttastofa hefur bréfið undir höndum en í því gagnrýnir Hreiðar Már rannsóknaðferðir Fjármálaeftirlitsins harðlega. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra, Gunnar Andersen, forstjóri FME og Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari fengu afrit af bréfinu. Efni bréfsins er rannsókn breska fjármálaeftirlitsins, FSA, á starfsemi Kaupthing Singer og Friedlander. Hreiðar Már segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld séu upplýst um niðurstöðu rannsóknarinnar. Hún sé sú að ekki sé talið að hann né aðrir stjórnendur bankans hafi brotið lög í starfi sínu fyrir dótturfélag bankans í London. Í bréfinu ber Hreiðar Már saman vinnubrögð breska fjármálaeftirlitsins og þess íslenska. Hann segir að sem fyrrverandi forstjóri Kaupþingssamstæðunnar og stjórnarmaður í dótturfélaginu í London hafi hann ásamt öðrum stjórnendum mætt í fjölda yfirheyrslna hjá FSA. Hins vegar hafi FME ekki rætt við hann um eitt eða neitt í aðdraganda hrunsins, þrátt fyrir miklar og alvarlegar ásakanir í garð stjórnenda bankans. Hann segir að starfsmenn FME hafi eytt miklum tíma í að fara í gegnum gögn og tölvupósta að því er virðist fyrst og fremst til að leita að meintum glæpum. Hreiðar Már segist telja að eftirlitið hafi dregið af upplýsingunum alrangar ályktar og í kjölfarið sett fram gríðarlega alvarlegar ásakanir án þess að hafa á nokkru stigi málsins rætt við þá sem ávirðingarnar beinist að. Hann segist sannfærður um að íslenska fjármálaeftirlitið verði aldrei trúverðugt eða öflugt með vinnubrögðum af því tagi sem virðist viðgangist þar innan veggja í dag. Hann segir að munurinn á fagmennsku og metnaði þessara tveggja fjármálaeftirlita sé sláandi og segist vona að bréf sitt veki íslensk stjórnvöld til umhugsunar og aðgerða. Nánar verður greint frá efni bréfsins í Fréttablaðinu á morgun.
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira