Deilur tefja fyrir styttingu hringvegarins 22. júní 2010 05:15 Tillögur Vegagerðarinnar um styttingu hringvegarins á tveimur stöðum á Norðurlandi hafa strandað á viðkomandi sveitarstjórnum. Um er að ræða annars vegar styttingu um sex kílómetra í Skagafirði og hins vegar fjórtán kílómetra styttingu nálægt Blönduósi, hina svokölluðu Húnavallaleið. Eitt af markmiðum þeirrar samgönguáætlunar sem nú er í gildi er að stytta leiðir á aðalvegum. Á hringveginum milli Reykjavíkur og Akureyrar hefur helst verið bent á þessa tvo kosti í þeim efnum en viðkomandi sveitarfélög vilja halda þeim utan aðalskipulags. „Sveitarfélögin hafa verið að vinna aðalskipulag á þessum svæðum og vegir eru byggðir samkvæmt skipulagi. Við lítum svo á að það sé hlutverk okkar að koma því á framfæri að þetta sé markmið Vegagerðarinnar til lengri tíma litið. Sveitarfélögin hafa hins vegar hafnað þessu á grundvelli hagsmuna sveitarfélagsins," segir Magnús Valur Jóhannsson, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. Vegagerðin lítur svo á að samkvæmt vegalögum beri sveitarfélögunum að hafa tillögurnar í aðalskipulagi. Ef tillaga frá Vegagerðinni er talin auka umferðaröryggi er sveitarfélögum óheimilt að fara ekki að þeim ráðleggingum. Þær framkvæmdir sem nú er deilt um eru báðar taldar auka öryggi þó að sveitarstjórnirnar setji spurningarmerki við þær fullyrðingar. „Þessi vinna byggir á gildandi svæðisskipulagi fyrir svæðið. Þar er ekki gert ráð fyrir þessum vegaframkvæmdum og stjórnvöld hafa hvergi markað þá stefnu að fara skuli í þessa framkvæmd. Við getum því ekki sett eitthvað inn í skipulag sem hvergi hefur verið ákvarðað að gera," segir Ágúst Þór Bragason, forseti bæjarstjórnar hjá Blönduósbæ, og leggur áherslu á að skipulagið sé samráðsverkefni ýmissa aðila en ekki einnar stofnunar. Íbúar í Varmahlíð og á Blönduósi óttast að mögulegar vegaframkvæmdir hefðu neikvæð áhrif á bæjarfélögin þar sem umferð um hringveginn færi ekki lengur í gegnum þau. Að auki telja yfirvöld á svæðunum að skipulagsvaldið sé aðallega í þeirra höndum og þeim beri ekki að setja slíkar tillögur í aðalskipulagið. Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti aðalskipulag í desember þar sem afgreiðslu á þeim vegarkafla sem deilt er um er frestað. Skipulagið var sent til Skipulagsstofnunar sem afgreiddi það til umhverfisráðuneytisins í janúar en ráðuneytið hefur enn ekki klárað afgreiðslu málsins. Aðalskipulag Blönduósbæjar er komið skemmra á veg en þar er verið að auglýsa skipulagið. Heimilt er að gera athugasemdir við það til 12. júlí.magnusl@frettabladid.is Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Tillögur Vegagerðarinnar um styttingu hringvegarins á tveimur stöðum á Norðurlandi hafa strandað á viðkomandi sveitarstjórnum. Um er að ræða annars vegar styttingu um sex kílómetra í Skagafirði og hins vegar fjórtán kílómetra styttingu nálægt Blönduósi, hina svokölluðu Húnavallaleið. Eitt af markmiðum þeirrar samgönguáætlunar sem nú er í gildi er að stytta leiðir á aðalvegum. Á hringveginum milli Reykjavíkur og Akureyrar hefur helst verið bent á þessa tvo kosti í þeim efnum en viðkomandi sveitarfélög vilja halda þeim utan aðalskipulags. „Sveitarfélögin hafa verið að vinna aðalskipulag á þessum svæðum og vegir eru byggðir samkvæmt skipulagi. Við lítum svo á að það sé hlutverk okkar að koma því á framfæri að þetta sé markmið Vegagerðarinnar til lengri tíma litið. Sveitarfélögin hafa hins vegar hafnað þessu á grundvelli hagsmuna sveitarfélagsins," segir Magnús Valur Jóhannsson, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. Vegagerðin lítur svo á að samkvæmt vegalögum beri sveitarfélögunum að hafa tillögurnar í aðalskipulagi. Ef tillaga frá Vegagerðinni er talin auka umferðaröryggi er sveitarfélögum óheimilt að fara ekki að þeim ráðleggingum. Þær framkvæmdir sem nú er deilt um eru báðar taldar auka öryggi þó að sveitarstjórnirnar setji spurningarmerki við þær fullyrðingar. „Þessi vinna byggir á gildandi svæðisskipulagi fyrir svæðið. Þar er ekki gert ráð fyrir þessum vegaframkvæmdum og stjórnvöld hafa hvergi markað þá stefnu að fara skuli í þessa framkvæmd. Við getum því ekki sett eitthvað inn í skipulag sem hvergi hefur verið ákvarðað að gera," segir Ágúst Þór Bragason, forseti bæjarstjórnar hjá Blönduósbæ, og leggur áherslu á að skipulagið sé samráðsverkefni ýmissa aðila en ekki einnar stofnunar. Íbúar í Varmahlíð og á Blönduósi óttast að mögulegar vegaframkvæmdir hefðu neikvæð áhrif á bæjarfélögin þar sem umferð um hringveginn færi ekki lengur í gegnum þau. Að auki telja yfirvöld á svæðunum að skipulagsvaldið sé aðallega í þeirra höndum og þeim beri ekki að setja slíkar tillögur í aðalskipulagið. Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti aðalskipulag í desember þar sem afgreiðslu á þeim vegarkafla sem deilt er um er frestað. Skipulagið var sent til Skipulagsstofnunar sem afgreiddi það til umhverfisráðuneytisins í janúar en ráðuneytið hefur enn ekki klárað afgreiðslu málsins. Aðalskipulag Blönduósbæjar er komið skemmra á veg en þar er verið að auglýsa skipulagið. Heimilt er að gera athugasemdir við það til 12. júlí.magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira