Innlent

Nýtt fangelsi boðið út í haust

Alþingi samþykkti  tillögu Rögnu Árnadóttur um útboðið í haust.
Alþingi samþykkti tillögu Rögnu Árnadóttur um útboðið í haust.

Bygging nýs gæsluvarðhalds- og skammtímavistunarfangelsis verður boðin út fyrir lok september næstkomandi. Þá hefur dómsmála- og mannréttindaráðherra skipað nefnd sem ætlað er að gera tillögur að langtímaáætlun á sviði fullnustumála, að því er fram kemur í frétt frá dómsmálaráðuneyti.

Í hinu nýja fangelsi er gert ráð fyrir fimmtíu fangelsisrýmum með deild fyrir kvenfanga. Undirbúningur þessarar framkvæmdar hefur staðið yfir í langan tíma en á fundi ríkisstjórnarinnar hinn 30. mars síðastliðinn var samþykkt tillaga Rögnu Árnadóttur dómsmála- og mannréttindaráðherra um að hefja þessa framkvæmd í haust.

Ríkiskaup munu sjá um útboðið fyrir hönd ríkissjóðs en miðað er við að bjóðendur byggi húsið og leigi ríkinu. Vinnu við forathugun hinnar nýju fangelsisbyggingar er að mestu lokið. Nú er hafin vinna við gerð frumáætlunar og uppdráttar að fangelsinu en því er meðal annars ætlað að koma í stað Hegningarhússins á Skólavörðustíg og fangelsisins í Kópavogi. Staðsetning fangelsisins hefur ekki verið ákveðin.

-jss



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×