Real Madrid er enn á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Atletico Madrid í grannaslag í kvöld.
Þeir Ricardo Carvalho og Mesut Özil skoruðu mörk Real í kvöld en þau komu bæði á fyrstu 20 mínútum leiksins. Síðari hálfleikur var nokkuð tíðindalítill.
Þetta var fimmti sigur Real í röð í deildinni en liðið er með 26 stig á toppi deildarinnar, einu á undan Barcelona sem vann Getafe fyrr í kvöld.
Real er enn taplaust í deildinni - hefur unnið átta leiki og gert tvö jafntefli.