Fimm íslenskar hljómsveitir á Eurosonic 4. nóvember 2010 08:45 dikta Poppararnir í Diktu spila á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi á næsta ári. Hljómsveitirnar Dikta, Who Knew og Endless Dark ásamt tónlistarkonunum Ólöfu Arnalds og Láru spila á tónlistarhátíðinni Eurosonic á næsta ári. Þetta er árleg bransahátíð sem er hugsuð sem stökkpallur fyrir upprennandi flytjendur og verður hún í þetta sinn haldin 12. til 15. janúar. Á síðustu Eurosonic-hátíð spiluðu FM Belfast, Agent Fresco og Seabaer. Sú fyrstnefnda var valin ein af tíu athyglisverðustu hljómsveitum hátíðarinnar og var hún í framhaldinu valin til að spila á tónlistarhátíðum víða um heim, þar á meðal Hróaskeldu. FM Belfast varð einnig efst á lista ásamt ensku sveitinni The XX yfir flestar tónleikabókanir hljómsveita á árinu í kjölfar Eurosonic. The XX var boðið á ellefu hátíðir á meðan íslensku stuðboltarnir fengu níu boðsmiða. Agent Fresco lenti aftur á móti í leiðinlegu atviki á Eurosonic þegar hátt í fimmtíu þúsund krónum var stolið frá söngvaranum Arnóri Dan og félögum hans, eins og Fréttablaðið greindi frá. Vonandi verður ekkert slíkt uppi á teningnum á næstu hátíð og allir íslensku flytjendurnir komi heim með bros á vör og góða reynslu í farteskinu. Yfir fimmtíu tónlistarhátíðir í Evrópu taka þátt í Eurosonic til að kanna nýliðunina í evrópskri poppsenu og um leið fá þær stuðning við að bóka minna þekktar hljómsveitir. Þar á meðal eru Glastonbury, Sziget, Benicasim, Hultsfred og Hróarskelda. - fb Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
Hljómsveitirnar Dikta, Who Knew og Endless Dark ásamt tónlistarkonunum Ólöfu Arnalds og Láru spila á tónlistarhátíðinni Eurosonic á næsta ári. Þetta er árleg bransahátíð sem er hugsuð sem stökkpallur fyrir upprennandi flytjendur og verður hún í þetta sinn haldin 12. til 15. janúar. Á síðustu Eurosonic-hátíð spiluðu FM Belfast, Agent Fresco og Seabaer. Sú fyrstnefnda var valin ein af tíu athyglisverðustu hljómsveitum hátíðarinnar og var hún í framhaldinu valin til að spila á tónlistarhátíðum víða um heim, þar á meðal Hróaskeldu. FM Belfast varð einnig efst á lista ásamt ensku sveitinni The XX yfir flestar tónleikabókanir hljómsveita á árinu í kjölfar Eurosonic. The XX var boðið á ellefu hátíðir á meðan íslensku stuðboltarnir fengu níu boðsmiða. Agent Fresco lenti aftur á móti í leiðinlegu atviki á Eurosonic þegar hátt í fimmtíu þúsund krónum var stolið frá söngvaranum Arnóri Dan og félögum hans, eins og Fréttablaðið greindi frá. Vonandi verður ekkert slíkt uppi á teningnum á næstu hátíð og allir íslensku flytjendurnir komi heim með bros á vör og góða reynslu í farteskinu. Yfir fimmtíu tónlistarhátíðir í Evrópu taka þátt í Eurosonic til að kanna nýliðunina í evrópskri poppsenu og um leið fá þær stuðning við að bóka minna þekktar hljómsveitir. Þar á meðal eru Glastonbury, Sziget, Benicasim, Hultsfred og Hróarskelda. - fb
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira