Sífellt fleiri vilja leiðréttingu 16. júní 2010 05:15 alþingi Sífellt fleiri þingmenn allra flokka nefna nú möguleikann á að almenna leiðréttingu skulda. Stefna ríkisstjórnarinnar er þó enn að grípa til sértækra aðgerða.FRÉTTABLAÐIÐ/ Almenn niðurfelling skulda upp á 20 prósent kostar 114 milljarða, setur Íbúðalánasjóð á hausinn og eykur útgjöld hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og bönkunum. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í ræðu á Alþingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði forsætisráðherra út í grein Helga Hjörvar í Fréttablaðinu í gær, en þar talaði hann fyrir því að leið almennrar niðurfellingar yrði skoðuð. Sigmundur sagði Helga hitta naglann á höfuðið og með grein sinni tæki hann undir sjónarmið Framsóknarflokksins í málinu. Viðurkenna þyrfti að um tapað fé væri að ræða sem ætti að afskrifa og leiðrétta þannig lánin. Jóhanna ítrekaði að leið ríkisstjórnarinnar varðandi heimilin væri eðlilegri. Þar væri komið best til móts við þá verst stöddu og gætu sumir fengið allt að 90 prósent niðurfellingu skulda. Nýta þyrfti það fé sem fyrir hendi væri til að aðstoða þá verst stöddu. Hvatti hún þingheim til að styðja tillögurnar og afgreiða áður en Alþingi færi í sumarfrí, þó að mögulega þyrfti að taka nokkra daga aukalega í umræður þar um. Helgi sagði í grein sinni að án almennra aðgerða væri einkum komið til móts við þá sem lengst gengu í skuldsetningu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn hafi talað fyrir þverpólitísku samráði um að meta svigrúmið til almennrar skuldaleiðréttingar, „enda hefur það smám saman verið að koma í ljós að þessar sértæku leiðir eru allt of tafsamar og hafa nýst of fáum“. Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir það. Hún segir að á einu ári hafi 400 manns getað nýtt sér úrræði eins og greiðsluaðlögun. Sú tala gæti hækkað í 2.000 eftir ný frumvörp sem liggi fyrir þinginu. Það sé allt of lítið, um 22 þúsund manns séu á vanskilaskrá. Hún vill fara í almenna niðurfellingu skulda. - kóp Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Almenn niðurfelling skulda upp á 20 prósent kostar 114 milljarða, setur Íbúðalánasjóð á hausinn og eykur útgjöld hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og bönkunum. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í ræðu á Alþingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði forsætisráðherra út í grein Helga Hjörvar í Fréttablaðinu í gær, en þar talaði hann fyrir því að leið almennrar niðurfellingar yrði skoðuð. Sigmundur sagði Helga hitta naglann á höfuðið og með grein sinni tæki hann undir sjónarmið Framsóknarflokksins í málinu. Viðurkenna þyrfti að um tapað fé væri að ræða sem ætti að afskrifa og leiðrétta þannig lánin. Jóhanna ítrekaði að leið ríkisstjórnarinnar varðandi heimilin væri eðlilegri. Þar væri komið best til móts við þá verst stöddu og gætu sumir fengið allt að 90 prósent niðurfellingu skulda. Nýta þyrfti það fé sem fyrir hendi væri til að aðstoða þá verst stöddu. Hvatti hún þingheim til að styðja tillögurnar og afgreiða áður en Alþingi færi í sumarfrí, þó að mögulega þyrfti að taka nokkra daga aukalega í umræður þar um. Helgi sagði í grein sinni að án almennra aðgerða væri einkum komið til móts við þá sem lengst gengu í skuldsetningu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn hafi talað fyrir þverpólitísku samráði um að meta svigrúmið til almennrar skuldaleiðréttingar, „enda hefur það smám saman verið að koma í ljós að þessar sértæku leiðir eru allt of tafsamar og hafa nýst of fáum“. Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir það. Hún segir að á einu ári hafi 400 manns getað nýtt sér úrræði eins og greiðsluaðlögun. Sú tala gæti hækkað í 2.000 eftir ný frumvörp sem liggi fyrir þinginu. Það sé allt of lítið, um 22 þúsund manns séu á vanskilaskrá. Hún vill fara í almenna niðurfellingu skulda. - kóp
Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira