Bílvelta varð í Heiðmörk við vatnsverndarsvæðið suðaustan við Elliðavatn á fjórða tímanum í dag. Þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn fannst enginn ökumaður en hann gerði vart við sig eftir að sjúkraflutningamenn höfðu verið á staðnum í um það bil tíu mínútur. Hann var ómeiddur. Olía lak úr bílnum og eru fulltrúar frá umhverfiseftirlitinu að kanna aðstæður og mögulega mengun vegna lekans.

