Innlent

Skákborð úr heimsmeistaraeinvíginu 1972 til sölu

Fréttin um skákborð Fischer á New York Times.
Fréttin um skákborð Fischer á New York Times.

Sérsmíðað skákborð sem notað var í heimsmeistaraeinvígi Bobby Fischer og Boris Spassky er nú til sölu. Það er stórblaðið New York Times sem greinir frá þessu - á sama degi og fréttir af uppgreftri af líki Bobby Fischer eru í heimsfréttunum.

Skákborðið er eitt af þremur sem var sérsmíðað fyrir heimsmeistaraeinvígið. Samkvæmt New York Times keypti Páll G. Jónsson tvö þeirra að loknu einvíginu. Páll var leiðsögumaður Fischer á meðan á heimsmeistaraeinvíginu stóð og er 77 ára í dag. Skákborðið er áritað af skákmeisturunum tveimur, Fischer og Spassky.

Einar S. Einarsson staðfestir að borðið sé ekta og samkvæmt fréttinni er skákklukkan sem var á borðinu jafnframt til sölu ásamt skákmönnunum.

Myndir af borðinu, sem nú er til sölu, má finna hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×