Komast ekki heim með barn staðgöngumóður 18. desember 2010 08:00 Hjón sem leituðu til staðgöngumóður á Indlandi fá ekki kennitölu fyrir barn sitt til að komast heim til Íslands. Þingmönnum var sent bréf um málið í gær og er það til skoðunar. Myndin er úr safni. „Þetta mál hefur verið skoðað og við höfum gert allt sem hægt er til að koma þeim til hjálpar," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjarnefnd. Málið snýst um íslensk hjón sem hafa verið föst í Mumbaí á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð vegna þess að þau fá hann ekki viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara. Hjónin fengu indverska konu til þess að ganga með barnið eftir áralanga baráttu við ófrjósemi. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi. Allir þingmenn fengu sent bréf um málið í gær þar sem þeir eru krafðir um aðgerðir til þess að koma fjölskyldunni heim. Bjarni Benediktsson hefur verið með málið til athugunar og segir það á borði allsherjarnefndar. „Það er lagalegt tómarúm hér á landi um þessi mál. Lög landanna tveggja eru ósamræmanleg í þessu samhengi. Eftir að hafa skoðað öll gögn í málinu og samtöl við þau hjón og þeirra lögmann, er ég sannfærður að það sé í sjálfu sér ekkert að óttast. Ég vonast til þess að það sé hægt að leysa þetta farsællega." Í bréfinu segir að hjónin hafi fengið ráðleggingar hjá lækni hér á landi um að skoða möguleikann á staðgöngumæðrun. Þau höfðu uppi á indverskum lækni, menntuðum við Royal College of London, sem ráðlagði þeim hið sama - að fá staðgöngumóður á Indlandi. Komið var fyrir frjóvguðu eggi úr þriðja aðila með sæði úr manninum í legi staðgöngumóðurinnar. Hún afsalaði sér öllum rétti til barnsins með lögbundnum samningi þar í landi. Á fæðingarvottorði drengsins eru íslensku hjónin skráðir foreldrar. Samkvæmt bréfinu sendu hjónin vottorðið til Íslands til að fá kennitölu fyrir barnið. Íslensk yfirvöld kröfðust þá svara hvers vegna barnið væri fætt á Indlandi og svöruðu hjónin því réttilega til. Þá þurftu þau að sýna fram á að barninu hafi ekki verið rænt. Samningar og yfirlýsingar frá indverska lækninum voru þá lagðir fram, en þar sem eiginmann staðgöngumóðurinnar var hvergi að finna í samningnum, var nauðsynlegt að fá hans undirskrift líka, sem var gert. Íslensk yfirvöld kröfðu hjónin þá um vottun frá lögfræðingi vegna skjalanna. Eftir það fengust þau svör að indverska læknastofan hefði átt að gera hjónunum grein fyrir því að staðgöngumæðrun væri ekki heimil hér á landi. Tafirnar á Indlandi hafa staðið í á annan mánuð og hafa kostað hjónin gríðarlegar fjárhæðir. Ekki sér enn fyrir endann á því fjárhagslega tapi þar sem hvorugt kemst heim til vinnu og óvíst er hvenær úr muni rætast. sunna@frettabladid.is Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
„Þetta mál hefur verið skoðað og við höfum gert allt sem hægt er til að koma þeim til hjálpar," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjarnefnd. Málið snýst um íslensk hjón sem hafa verið föst í Mumbaí á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð vegna þess að þau fá hann ekki viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara. Hjónin fengu indverska konu til þess að ganga með barnið eftir áralanga baráttu við ófrjósemi. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi. Allir þingmenn fengu sent bréf um málið í gær þar sem þeir eru krafðir um aðgerðir til þess að koma fjölskyldunni heim. Bjarni Benediktsson hefur verið með málið til athugunar og segir það á borði allsherjarnefndar. „Það er lagalegt tómarúm hér á landi um þessi mál. Lög landanna tveggja eru ósamræmanleg í þessu samhengi. Eftir að hafa skoðað öll gögn í málinu og samtöl við þau hjón og þeirra lögmann, er ég sannfærður að það sé í sjálfu sér ekkert að óttast. Ég vonast til þess að það sé hægt að leysa þetta farsællega." Í bréfinu segir að hjónin hafi fengið ráðleggingar hjá lækni hér á landi um að skoða möguleikann á staðgöngumæðrun. Þau höfðu uppi á indverskum lækni, menntuðum við Royal College of London, sem ráðlagði þeim hið sama - að fá staðgöngumóður á Indlandi. Komið var fyrir frjóvguðu eggi úr þriðja aðila með sæði úr manninum í legi staðgöngumóðurinnar. Hún afsalaði sér öllum rétti til barnsins með lögbundnum samningi þar í landi. Á fæðingarvottorði drengsins eru íslensku hjónin skráðir foreldrar. Samkvæmt bréfinu sendu hjónin vottorðið til Íslands til að fá kennitölu fyrir barnið. Íslensk yfirvöld kröfðust þá svara hvers vegna barnið væri fætt á Indlandi og svöruðu hjónin því réttilega til. Þá þurftu þau að sýna fram á að barninu hafi ekki verið rænt. Samningar og yfirlýsingar frá indverska lækninum voru þá lagðir fram, en þar sem eiginmann staðgöngumóðurinnar var hvergi að finna í samningnum, var nauðsynlegt að fá hans undirskrift líka, sem var gert. Íslensk yfirvöld kröfðu hjónin þá um vottun frá lögfræðingi vegna skjalanna. Eftir það fengust þau svör að indverska læknastofan hefði átt að gera hjónunum grein fyrir því að staðgöngumæðrun væri ekki heimil hér á landi. Tafirnar á Indlandi hafa staðið í á annan mánuð og hafa kostað hjónin gríðarlegar fjárhæðir. Ekki sér enn fyrir endann á því fjárhagslega tapi þar sem hvorugt kemst heim til vinnu og óvíst er hvenær úr muni rætast. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira