Blind börn fá loksins réttu hjálpartækin Erla Hlynsdóttir skrifar 4. október 2010 15:51 Kristinn Halldór Einarsson segir skjótt hafa verið brugðist við ábendingum hans vegna hjálpartækja fyrir blind og sjónskert börn Mynd: Pjetur Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélags Íslands, fagnar skjótum viðbrögðum hjá Reykjavíkurborg eftir að hann benti á að mannréttindi væri brotin á blindum og sjónskertum börnum í grunnskólum borgarinnar. Blind og sjónskert börn þurfa mörg hver á sérstökum hjálpartækjum að halda við nám og kaupa skólarnir þau tæki samkvæmt ráðleggingum fagfólks. Starfsfólk Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar metur þörf á hjálpartækjum en á undanförnum mánuðum hefur það upplifað stefnubreytingu af hálfu borgarinnar þar sem ekki hafa verið keypt þau tæki sem óskað var eftir. „Það voru bara keypt einhver allt önnur tæki sem síðan lágu ónotuð," segir Kristinn. Kristinn ljáði máls á brotunum á Facebook-síðunni Dagbók borgarstjóra á fimmtudag og í morgun fékk hann símtal frá menntasviði borgarinnar þar sem óskað var nánari upplýsinga. „Tveimur tímum síðar fékk ég aftur símtal og þá var búið að leysa málið," segir hann. Málið kom inn á hans borð sem formanns Blindrafélagsi ns og spurði hann í framhaldinu Jón Gnarr á vefnum hvort þessi stefnubreyting væri komin frá nýjum meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar „Viðbrögðin komu svo í morgun. Þá var haft samband við mig frá menntasviði Reykjavíkur og ég beðinn um frekari skýringar," segir Kristinn. Að hans sögn hefur hingað til alltaf verið farið í einu og öllu að ráðleggingum fagfólks. Hann segist ekki geta útskýrt af hverju breyting hafi orðið þar á. „Það er bara einhver embættismaður sem ákveður að gera eitthvað annað og þykist vita betur en fagfólkið," segir hann. Um var að ræða nokkur tilfelli þar sem röng hjálpartæki voru keypt en dæmi um hjálpartæki fyrir blind og sjónskert börn eru stækkunartæki, hallandi lesborð og bækur með blindraletri. „Þau tæki sem keypt voru dugðu ekki til að nemendur gætu fylgt jafnöldrum sínum eftir í námi. Það er ekkert annað en mannréttindabrot," segir Kristinn. Eftir að Kristinn fékk staðfest frá menntasviði borgarinnar að rétt tæki yrðu keypt skrifaði hann aðra athugasemd í Dagbók borgarstjóra: „Mér er bæði ljúft og skylt að greina frá því á þessum vettvangi að brugðist hefur verið við athugasemdum mínum, frá því fyrir helgi, varðandi rétt sem brotuinn var á blindum og sjónskertum börnum í grunnskólum Reykjavíkur. Viðbrögðin voru skjót og ráðstafanir hafa nú verið gerðar til að fara að ráðum fagfólks varðandi kaup á hjálpartækjum. Fyrir það ber að þakka." Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélags Íslands, fagnar skjótum viðbrögðum hjá Reykjavíkurborg eftir að hann benti á að mannréttindi væri brotin á blindum og sjónskertum börnum í grunnskólum borgarinnar. Blind og sjónskert börn þurfa mörg hver á sérstökum hjálpartækjum að halda við nám og kaupa skólarnir þau tæki samkvæmt ráðleggingum fagfólks. Starfsfólk Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar metur þörf á hjálpartækjum en á undanförnum mánuðum hefur það upplifað stefnubreytingu af hálfu borgarinnar þar sem ekki hafa verið keypt þau tæki sem óskað var eftir. „Það voru bara keypt einhver allt önnur tæki sem síðan lágu ónotuð," segir Kristinn. Kristinn ljáði máls á brotunum á Facebook-síðunni Dagbók borgarstjóra á fimmtudag og í morgun fékk hann símtal frá menntasviði borgarinnar þar sem óskað var nánari upplýsinga. „Tveimur tímum síðar fékk ég aftur símtal og þá var búið að leysa málið," segir hann. Málið kom inn á hans borð sem formanns Blindrafélagsi ns og spurði hann í framhaldinu Jón Gnarr á vefnum hvort þessi stefnubreyting væri komin frá nýjum meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar „Viðbrögðin komu svo í morgun. Þá var haft samband við mig frá menntasviði Reykjavíkur og ég beðinn um frekari skýringar," segir Kristinn. Að hans sögn hefur hingað til alltaf verið farið í einu og öllu að ráðleggingum fagfólks. Hann segist ekki geta útskýrt af hverju breyting hafi orðið þar á. „Það er bara einhver embættismaður sem ákveður að gera eitthvað annað og þykist vita betur en fagfólkið," segir hann. Um var að ræða nokkur tilfelli þar sem röng hjálpartæki voru keypt en dæmi um hjálpartæki fyrir blind og sjónskert börn eru stækkunartæki, hallandi lesborð og bækur með blindraletri. „Þau tæki sem keypt voru dugðu ekki til að nemendur gætu fylgt jafnöldrum sínum eftir í námi. Það er ekkert annað en mannréttindabrot," segir Kristinn. Eftir að Kristinn fékk staðfest frá menntasviði borgarinnar að rétt tæki yrðu keypt skrifaði hann aðra athugasemd í Dagbók borgarstjóra: „Mér er bæði ljúft og skylt að greina frá því á þessum vettvangi að brugðist hefur verið við athugasemdum mínum, frá því fyrir helgi, varðandi rétt sem brotuinn var á blindum og sjónskertum börnum í grunnskólum Reykjavíkur. Viðbrögðin voru skjót og ráðstafanir hafa nú verið gerðar til að fara að ráðum fagfólks varðandi kaup á hjálpartækjum. Fyrir það ber að þakka."
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira