Erlent

Þær földu þýfið HVAR?

Óli Tynes skrifar
Þessi kona er alsaklaus af búðahnupli. Hún hefur hinsvegar nóg af felustöðum.
Þessi kona er alsaklaus af búðahnupli. Hún hefur hinsvegar nóg af felustöðum.

Tvær konur hafa verið handteknar fyrir búðahnupl  í bænum Edmond í Oklahoma í Bandaríkjunum. Svosem ekki óvenjulegt nema hvað þessar konur földu þýfið í spikfellingum á líkama sínum. James Hamm lögreglumaður í Edmond segir í samtali við sjónvarpsstöðina KFOR að þær hafi haft með sér skæri sem þær notuðu til þess að klippa öryggisskilti af vörunum.

Ekki fylgdu myndir af konunum með þessari frétt KFOR. Það má hinsvegar gera ráð fyrir að þær séu nokkuð stæðilegar því þeim hafði tekist að fela með þessum hætti fjögur pör af stígvélum, þrennar gallabuxur, veski og hanska. Og þær voru enn á fullu að „versla“ þegar þær voru gripnar. Verðmætið varningsins var samtals um 2600 dollarar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×