Innlent

Pakistanar á Íslandi kalla eftir aðstoð

Ingimar Karl Helgason skrifar

Pakistanar hér á landi kalla eftir aðstoð vegna flóðanna í landinu. Þau færi samfélagið áratugi aftur í tímann og mikið fé þurfi til endurbyggingar. Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall sitt til þjóða heims um aðstoð.

Þeir Sheikh Aamir Uz-Zaman og Amjad Shakoor, sem báðir eru múslimar, eru í hópi um 50 Pakistana sem búa hér á landi. Þeir hafa miklar áhyggjur af ástandinu heima fyrir, en þar glímir fólk við verstu flóð sem þar hafa orðið á sögulegum tíma.

„Fólk er heimilislaust. Heimili margra eru í rúst. Við reynum að hjálpa þeim. Það taka allir höndum saman, múslimar, hindúar og kristnir, " segir Sheikh.

Um tuttugu milljónir manna hafa orðið fyrir barðinu á flóðunum, þúsundir farist og fjölmargir heimilislausir. Óttast er að farsóttir brjótist út.

Pakistanar hérlendis standa fyrir söfnun til aðstoðar þeim sem glíma við erfiðleika vegna flóðanna. Númer reiknings er 0324-26-03605, kennitala: 010567-2119.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×