Suðurnesjamorðið: Grét þegar hann lýsti morðinu Valur Grettisson skrifar 9. september 2010 14:11 Ellert Sævarsson þegar hann var leiddur fyrir dómara. Það var rafmagnað andrúmsloft í morðréttarhöldunum yfir Ellerti Sævarssyni sem hefur játað að hafa orðið Hauki Sigurðssyni, sem var 53 ára gamall, að bana í byrjun maí. Aðstandendur Hauks sátu á fyrsta bekk Héraðsdóms Reykjaness í fullsetnum réttarsal. Ellert lýsti því þegar hann hitti Hauk nóttina örlagaríku. Sjálfur var Ellert verulega drukkinn auk þess sem leifar af amfetamíni fundust í blóðinu. Ellert gaf sig á tal við Hauk sem stóð á Bjarnavöllum í Reykjanesbæ. Hann spurði hvað hann væri að gera þarna og svaraði Haukur því til að hann væri að bíða eftir krökkum. „Ég spyr hann þá hvort hann misnotaði krakka," sagði Ellert en þetta virðast hafa verið einu samskiptin þeirra á milli. Haukur svaraði ekki spurningunni heldur gekk á brott og Ellert í humátt á eftir honum. Sakaði fórnarlambið um barnaníð Án nokkurrar ástæðu virðist sem Ellert hafi bitið það í sig að Haukur væri barnaníðingur þrátt fyrir að hann segist hafi aldrei hitt eða talað við Hauk áður. Aðför Ellerts að Hauki stigmagnast en aðspurður hvort hann hafi verið æstur svarar Ellert að hann muni það ekki. „Ég var kannski hálf æstur. Ég veit ekki hvernig ég að úskýra það en ég vildi öskra en ég gat það ekki." Við þessi orð brustu aðstandendur Hauks í grát. Ellert segist muna eftir því að Haukur hafi verið með hendur á lofti. „Það næsta sem ég man er að hann lá á jörðinni og ég sparkaði í hann," segir Ellert. Þá játaði hann því þegar aðstoðarríkissaksóknari spurði hvort hann hefði trampað á höfði mannsins. „Ég tók upp stein og henti í áttina að honum," segir Ellert þegar hann lýsir því er hann tók upp tólf kílóa þungan hellustein og sló hellunni í höfuð Hauks þar sem hann lá á jörðinni. Brast í grát Ellert brast í grát þegar hann sagði frá morðinu og reyndi að lýsa því þegar hann hljóp heim til sín sem var skammt frá. Þar settist hann á grindverk og segist hafa beðið þess að lögreglumaður, sem bjó við hliðina á honum, kæmi út og handtæki hann. Það gerði lögreglumaðurinn hins vegar aldrei. Hann fór þá inn á heimili sitt og inn í herbergið til systur sinnar. „Ég sagði henni að ég héldi að hefði drepið mann," sagði Ellert grátandi og ekkasog fylgdu á eftir. „Afhverju veittist þú að manninum?" spurði aðstoðarríkissaksóknari. Ellert þagði í hálfa mínútu áður en hann svaraði. Hann sagði svo: „Í raun og veru veit ég það ekki." Misnotaður í æsku Síðar var Ellert spurður hvort hann hefði verið misnotaður í æsku. Ellert sagðist eiga minningar um slíkt. Hann hefði verið misnotaður af karlmanni þegar Ellert var á leikskólaaldri. Hann segir minninguna ekki hafa hrjáð hann dags daglega: „En ég hugsaði um það," sagði hann. Hann var spurður um viðbrögð sín þegar lögreglan yfirheyrði hann daginn eftir manndrápið. Þegar lögreglan tilkynnti honum að Haukur væri látinn sagði Ellert að Haukur væri þá ekki að fara gera neitt við frænda sinn, sem er sonur systur hans. Sjálfur sagðist Ellert ekki muna eftir að hafa sagt það en skýrslutakan var hljóðrituð. Ellert var búinn að vera atvinnulaus í fimm mánuði áður en morðið átti sér stað. Fram kom í réttarhöldunum að hann hefði drukkið mikið á þeim tíma. Hann bjó hjá foreldrum sínum þegar atvikið átti sér stað og segist hafa verið stórskuldugur. Ellert er menntaður flugvirki. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð" Svo virðist sem Ellert hafi framið morðið í mikilli geðshræringu en meinafræðingur sem bar vitni sagði Hauk hafa látist af alvarlegum höfuðáverkum. Dauða Hauks bar að á nokkrum mínútum. Aðspurður hvort Haukur hefði verið með varnaráverka á höndum svaraði meinafræðingurinn því til að hann hefði ekki verið með hefðbundna varnaráverka, en það væri ekki hægt að útiloka að hann hefði varist með einhverjum hætti. Fjölskyldu Hauks var augljóslega brugðið vegna lýsingar Ellerts á morðinu. Þegar blaðamaður spurði hvort þau vildi tjá sig um málið í réttarhléi svaraði einn aðstandandi: „Fæst orð bera minnsta ábyrgð." Aðalmeðferð málsins lýkur um klukkan fjögur í dag. Tengdar fréttir Morðið í Keflavík: Rannsókn enn í fullum gangi „Rannsókninni hefur miðað ágætlega, þetta er nú eitthvað að skýrast allt saman,“ segir Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Ellert Sævarsson, 31 árs gamall karlmaður hefur setið í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni grunaður um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana 8. maí síðastliðinn. Enn er verið að yfirheyra hann. 31. maí 2010 14:50 Morð í Reykjanesbæ: Yfirheyrslur hafnar - málið á viðkvæmu stigi Yfirheyrslur eru hafnar yfir Ellerti Sævarssyni, 31 árs gömlum manni sem er grunaður um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana aðfaranótt laugardags. Lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af málinu og hefur ekki gefið upp hvort Ellert hafi játað verknaðinn. 10. maí 2010 14:39 Manndrápið framið að ástæðulausu Ellert Sævarsson segist ekki vita hvað varð til þess að hann varð Hauki Sigurðssyni að bana í Reykjanesbæ 8. maí síðastliðinn. Aðalmeðferð fór fram í máli Ellerts í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Þar kom meðal annars fram að Ellert hafi orðið Hauki að bana með steinhellu sem vóg tólf kíló. 9. september 2010 14:05 Morðið í Keflavík: Farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds Óskað verður eftir framlengingu gæsluvarðahalds yfir Ellerti Sævarssyni sem grunaður er um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana í Keflavík 8. maí síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir Ellerti rennur út 14. júní. 10. júní 2010 12:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Það var rafmagnað andrúmsloft í morðréttarhöldunum yfir Ellerti Sævarssyni sem hefur játað að hafa orðið Hauki Sigurðssyni, sem var 53 ára gamall, að bana í byrjun maí. Aðstandendur Hauks sátu á fyrsta bekk Héraðsdóms Reykjaness í fullsetnum réttarsal. Ellert lýsti því þegar hann hitti Hauk nóttina örlagaríku. Sjálfur var Ellert verulega drukkinn auk þess sem leifar af amfetamíni fundust í blóðinu. Ellert gaf sig á tal við Hauk sem stóð á Bjarnavöllum í Reykjanesbæ. Hann spurði hvað hann væri að gera þarna og svaraði Haukur því til að hann væri að bíða eftir krökkum. „Ég spyr hann þá hvort hann misnotaði krakka," sagði Ellert en þetta virðast hafa verið einu samskiptin þeirra á milli. Haukur svaraði ekki spurningunni heldur gekk á brott og Ellert í humátt á eftir honum. Sakaði fórnarlambið um barnaníð Án nokkurrar ástæðu virðist sem Ellert hafi bitið það í sig að Haukur væri barnaníðingur þrátt fyrir að hann segist hafi aldrei hitt eða talað við Hauk áður. Aðför Ellerts að Hauki stigmagnast en aðspurður hvort hann hafi verið æstur svarar Ellert að hann muni það ekki. „Ég var kannski hálf æstur. Ég veit ekki hvernig ég að úskýra það en ég vildi öskra en ég gat það ekki." Við þessi orð brustu aðstandendur Hauks í grát. Ellert segist muna eftir því að Haukur hafi verið með hendur á lofti. „Það næsta sem ég man er að hann lá á jörðinni og ég sparkaði í hann," segir Ellert. Þá játaði hann því þegar aðstoðarríkissaksóknari spurði hvort hann hefði trampað á höfði mannsins. „Ég tók upp stein og henti í áttina að honum," segir Ellert þegar hann lýsir því er hann tók upp tólf kílóa þungan hellustein og sló hellunni í höfuð Hauks þar sem hann lá á jörðinni. Brast í grát Ellert brast í grát þegar hann sagði frá morðinu og reyndi að lýsa því þegar hann hljóp heim til sín sem var skammt frá. Þar settist hann á grindverk og segist hafa beðið þess að lögreglumaður, sem bjó við hliðina á honum, kæmi út og handtæki hann. Það gerði lögreglumaðurinn hins vegar aldrei. Hann fór þá inn á heimili sitt og inn í herbergið til systur sinnar. „Ég sagði henni að ég héldi að hefði drepið mann," sagði Ellert grátandi og ekkasog fylgdu á eftir. „Afhverju veittist þú að manninum?" spurði aðstoðarríkissaksóknari. Ellert þagði í hálfa mínútu áður en hann svaraði. Hann sagði svo: „Í raun og veru veit ég það ekki." Misnotaður í æsku Síðar var Ellert spurður hvort hann hefði verið misnotaður í æsku. Ellert sagðist eiga minningar um slíkt. Hann hefði verið misnotaður af karlmanni þegar Ellert var á leikskólaaldri. Hann segir minninguna ekki hafa hrjáð hann dags daglega: „En ég hugsaði um það," sagði hann. Hann var spurður um viðbrögð sín þegar lögreglan yfirheyrði hann daginn eftir manndrápið. Þegar lögreglan tilkynnti honum að Haukur væri látinn sagði Ellert að Haukur væri þá ekki að fara gera neitt við frænda sinn, sem er sonur systur hans. Sjálfur sagðist Ellert ekki muna eftir að hafa sagt það en skýrslutakan var hljóðrituð. Ellert var búinn að vera atvinnulaus í fimm mánuði áður en morðið átti sér stað. Fram kom í réttarhöldunum að hann hefði drukkið mikið á þeim tíma. Hann bjó hjá foreldrum sínum þegar atvikið átti sér stað og segist hafa verið stórskuldugur. Ellert er menntaður flugvirki. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð" Svo virðist sem Ellert hafi framið morðið í mikilli geðshræringu en meinafræðingur sem bar vitni sagði Hauk hafa látist af alvarlegum höfuðáverkum. Dauða Hauks bar að á nokkrum mínútum. Aðspurður hvort Haukur hefði verið með varnaráverka á höndum svaraði meinafræðingurinn því til að hann hefði ekki verið með hefðbundna varnaráverka, en það væri ekki hægt að útiloka að hann hefði varist með einhverjum hætti. Fjölskyldu Hauks var augljóslega brugðið vegna lýsingar Ellerts á morðinu. Þegar blaðamaður spurði hvort þau vildi tjá sig um málið í réttarhléi svaraði einn aðstandandi: „Fæst orð bera minnsta ábyrgð." Aðalmeðferð málsins lýkur um klukkan fjögur í dag.
Tengdar fréttir Morðið í Keflavík: Rannsókn enn í fullum gangi „Rannsókninni hefur miðað ágætlega, þetta er nú eitthvað að skýrast allt saman,“ segir Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Ellert Sævarsson, 31 árs gamall karlmaður hefur setið í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni grunaður um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana 8. maí síðastliðinn. Enn er verið að yfirheyra hann. 31. maí 2010 14:50 Morð í Reykjanesbæ: Yfirheyrslur hafnar - málið á viðkvæmu stigi Yfirheyrslur eru hafnar yfir Ellerti Sævarssyni, 31 árs gömlum manni sem er grunaður um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana aðfaranótt laugardags. Lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af málinu og hefur ekki gefið upp hvort Ellert hafi játað verknaðinn. 10. maí 2010 14:39 Manndrápið framið að ástæðulausu Ellert Sævarsson segist ekki vita hvað varð til þess að hann varð Hauki Sigurðssyni að bana í Reykjanesbæ 8. maí síðastliðinn. Aðalmeðferð fór fram í máli Ellerts í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Þar kom meðal annars fram að Ellert hafi orðið Hauki að bana með steinhellu sem vóg tólf kíló. 9. september 2010 14:05 Morðið í Keflavík: Farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds Óskað verður eftir framlengingu gæsluvarðahalds yfir Ellerti Sævarssyni sem grunaður er um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana í Keflavík 8. maí síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir Ellerti rennur út 14. júní. 10. júní 2010 12:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Morðið í Keflavík: Rannsókn enn í fullum gangi „Rannsókninni hefur miðað ágætlega, þetta er nú eitthvað að skýrast allt saman,“ segir Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Ellert Sævarsson, 31 árs gamall karlmaður hefur setið í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni grunaður um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana 8. maí síðastliðinn. Enn er verið að yfirheyra hann. 31. maí 2010 14:50
Morð í Reykjanesbæ: Yfirheyrslur hafnar - málið á viðkvæmu stigi Yfirheyrslur eru hafnar yfir Ellerti Sævarssyni, 31 árs gömlum manni sem er grunaður um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana aðfaranótt laugardags. Lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af málinu og hefur ekki gefið upp hvort Ellert hafi játað verknaðinn. 10. maí 2010 14:39
Manndrápið framið að ástæðulausu Ellert Sævarsson segist ekki vita hvað varð til þess að hann varð Hauki Sigurðssyni að bana í Reykjanesbæ 8. maí síðastliðinn. Aðalmeðferð fór fram í máli Ellerts í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Þar kom meðal annars fram að Ellert hafi orðið Hauki að bana með steinhellu sem vóg tólf kíló. 9. september 2010 14:05
Morðið í Keflavík: Farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds Óskað verður eftir framlengingu gæsluvarðahalds yfir Ellerti Sævarssyni sem grunaður er um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana í Keflavík 8. maí síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir Ellerti rennur út 14. júní. 10. júní 2010 12:00