Lífið

Frakkar gefa út umdeilda bók

Fyrrum sambýliskona Stiegs Larsson gefur út nýja bók sína í Frakklandi.
Fyrrum sambýliskona Stiegs Larsson gefur út nýja bók sína í Frakklandi.
Bókin Millennium, Stieg og ég eftir Evu Gabrielsson, fyrrverandi sambýliskonu sænska rithöfundarins Stiegs Larsson, kemur út í Frakklandi í janúar hjá forlaginu Actes Sud. Í bókinni fjallar Gabrielsson um 32 ára samband sitt og Larssons og hinn vinsæla Millennium-þríleik. Einnig ræðir hún um samskipti sín við fjölskyldu Larssons, sem hafa verið mjög stirð eftir dauða hans og spila peningar þar stærsta hlutverkið.

Útgefendur tímaritsins Expo og Larsson-feðgarnir hafa lesið handritið og þeir mótmæla því sem þar kemur fram. Þeir telja að Gabrielsson leggi fram staðhæfingar sem eigi ekki við nein rök að styðjast. Forlagið Bjartur hefur fengið afrit bókarinnar í hendurnar og er að íhuga hvort hún verði gefin út hér á landi. Forlagið hefur einnig lengi reynt að fá Gabrielsson til Íslands.

„Við höfum alltaf verið í tölvupóstsambandi við hana og það hefur lengi staðið til að hún komi hingað,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti. „Við ætluðum að bjóða henni hingað í vor þegar kiljurnar [eftir Larsson] komu út en það gekk ekki eftir. En þetta er stórmerkileg kona og það væri gaman að fá hana.“ - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.