Lífið

Elton veldur deilum í ESB

Góðgerðartónleikar Eltons John hafa ratað alla leið inn á Evrópuþingið.Nordic Photos/Getty
Góðgerðartónleikar Eltons John hafa ratað alla leið inn á Evrópuþingið.Nordic Photos/Getty
Góðgerðartónleikar Eltons John í Napólí á síðasta ári hafa ratað alla leið inn á Evrópuþingið. Svo virðist sem peningar skattgreiðanda hafi verið notaðir til að fjármagna tónleikana sem haldnir voru til styrktar AIDS. Þetta kemur fram í breska blaðinu The Times.

Í blaðinu kemur fram að skipuleggjendur hafi sótt um styrk til sérstaks sjóðs Evrópusambandsins en hann styrkir verkefni tengd tónlistararfi og menningarlegu mikilvægi tónlistar í hverju landi fyrir sig. Gagnrýnendur halda því fram að góðgerðartónleikar Eltons John hafi ekkert með tónlistararf og menningarlegt mikilvægi að gera og því hafi skipuleggjendurnir verið að misnota opinbert fé.

Þessu vísar hins vegar Dario Scalabrini algjörlega á bug en hann var einn þeirra sem skipulagði tónleikana. „Ég skil ekki vandamálið, Evrópusambandið hafði samþykkt þetta, peningarnir fengust til að markaðssetja borgina og við gerðum það,“ segir Scalabrini og bendir á þann fjölda ferðamanna sem hafi komið til Napólí eingöngu vegna tónleikanna. „Og Elton söng O Sole mio, stolt Napolí-borgar, í fyrsta skipti. Áhorfendur felldu tár af geðshræringu,“ bætir Scalabrini við.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.