Lífið

Segir Perry ráða öllu

Russell Brand segir að eiginkona sín, Katy Perry, ráði öllu.
nordicphotos/getty
Russell Brand segir að eiginkona sín, Katy Perry, ráði öllu. nordicphotos/getty
Breski gamanleikarinn Russell Brand kvæntist nýverið sinni heittelskuðu, söngkonunni Katy Perry. Hann virðurkenndi á dögunum að það væri eiginkona hans sem væri herrann á heimilinu og að hann réði engu. „Hún segir mér hvað ég má og má ekki gera. Ef hún segir mér að klæðast ekki ákveðinni skyrtu, þá hlýði ég.“

Brúðkaup þeirra hjóna fór fram á Indlandi fyrir stuttu og að sögn Brands var athöfnin látlaus og falleg. Parið býr til skiptist í Los Angeles og London og segir Brand það vera þreytandi á stundum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.