Verulega slegið af öryggiskröfum í Húsavíkurflugi 13. ágúst 2010 12:10 Mynd/Vilhelm Landssamband Slökkviliðs og sjúkraflutningamanna telur að með því að flytja gamlan slökkvibíl frá Bakkaflugvelli til Húsavíkur til þess að hægt sé að lenda á flugvelli bæjarins sé verið að slá verulega af öryggiskröfum sem alla jafna séu gerðar í farþegaflugi. „Vegna verkfallsaðgerða LSS hyggst Flugfélag Íslands færa áætlunarflug sitt frá Akureyri til Húsavíkur. Að mati LSS grípur Flugfélag Íslands gagngert til þessarar ráðstöfunar til þess að komast hjá áhrifum löglega boðaðra verkfallsaðgerða LSS. Það er brot á lögum nr. 80/1938, gr. 14 og 18," segir í tilkynningu frá LSS. „Starfsmönnum sem ætlað er að sinna öryggisgæslu á Aðaldalsflugvelli, var fyrir aðeins fáum klukkustundum kennd notkun slökkvibílsins, þessa mikilvæga öryggistækis. LSS metur það svo að með þessu hafi verið slegið verulega af öryggiskröfum sem alla jafnan eru gerðar þegar farþegaflug er annars vegar," segir ennfremur. „Þá telur LSS það skýrt verkfallsbrot að starfsmenn annarra stéttarfélaga gangi í störf félagsmanna LSS sem eru í löglega boðuðum verkfallsaðgerðum," segir að lokum um leið og félagið hvetur forystumenn viðkomandi stéttarfélaga til að koma í veg fyrir umrædd verkfallsbrot. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á félagsfundi LSS í morgun: Félagsfundur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), haldinn föstudaginn 13. ágúst 2010, lýsir yfir fullum stuðningi við samninganefnd LSS. Lýst er yfir vonbrigðum með störf launanefndar sveitarfélaga og þær yfirlýsingar og rangfærslur sem ítrekað hafa komið frá henni í fjölmiðlum. Jafnframt lýsir félagsfundur yfir megnri óánægju með Isavia og þátttöku þeirra í endurteknum verkfallsbrotum. Öryggi flugfarþega á Húsavíkurflugvelli er á hendi Isavia og er því að mati félagsmanna LSS telft í tvísýnu með lélegum tækjakosti og skyndimenntun starfsmanna. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Landssamband Slökkviliðs og sjúkraflutningamanna telur að með því að flytja gamlan slökkvibíl frá Bakkaflugvelli til Húsavíkur til þess að hægt sé að lenda á flugvelli bæjarins sé verið að slá verulega af öryggiskröfum sem alla jafna séu gerðar í farþegaflugi. „Vegna verkfallsaðgerða LSS hyggst Flugfélag Íslands færa áætlunarflug sitt frá Akureyri til Húsavíkur. Að mati LSS grípur Flugfélag Íslands gagngert til þessarar ráðstöfunar til þess að komast hjá áhrifum löglega boðaðra verkfallsaðgerða LSS. Það er brot á lögum nr. 80/1938, gr. 14 og 18," segir í tilkynningu frá LSS. „Starfsmönnum sem ætlað er að sinna öryggisgæslu á Aðaldalsflugvelli, var fyrir aðeins fáum klukkustundum kennd notkun slökkvibílsins, þessa mikilvæga öryggistækis. LSS metur það svo að með þessu hafi verið slegið verulega af öryggiskröfum sem alla jafnan eru gerðar þegar farþegaflug er annars vegar," segir ennfremur. „Þá telur LSS það skýrt verkfallsbrot að starfsmenn annarra stéttarfélaga gangi í störf félagsmanna LSS sem eru í löglega boðuðum verkfallsaðgerðum," segir að lokum um leið og félagið hvetur forystumenn viðkomandi stéttarfélaga til að koma í veg fyrir umrædd verkfallsbrot. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á félagsfundi LSS í morgun: Félagsfundur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), haldinn föstudaginn 13. ágúst 2010, lýsir yfir fullum stuðningi við samninganefnd LSS. Lýst er yfir vonbrigðum með störf launanefndar sveitarfélaga og þær yfirlýsingar og rangfærslur sem ítrekað hafa komið frá henni í fjölmiðlum. Jafnframt lýsir félagsfundur yfir megnri óánægju með Isavia og þátttöku þeirra í endurteknum verkfallsbrotum. Öryggi flugfarþega á Húsavíkurflugvelli er á hendi Isavia og er því að mati félagsmanna LSS telft í tvísýnu með lélegum tækjakosti og skyndimenntun starfsmanna.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira