Miðbaugsmaddaman með allt að tólf milljónir á mánuði Valur Grettisson skrifar 26. nóvember 2010 15:15 Vændiskonan Catalina Ncogo þénaði allt að tólf milljónir króna á mánuði samkvæmt öðrum höfundi bókarinnar Hið svarta man, eftir Þórarin Þórarinsson og Jakob Bjarnar Bjarnason. Samkvæmt Þórarni þá gaf Catalina þær upplýsingar við yfirheyrslur hjá lögreglunni, eftir að hún var handtekin vegna vændis, að hún þénaði tólf milljónir á mánuði. Þá sagði hún í yfirheyrslunum að hún hefði þénað um tvö hundruð þúsund krónur á dag. Lögreglan á þá að hafa bent henni á að tölurnar stemmdu ekki. Hún væri samkvæmt framburði sínum með sex milljónir í mánaðartekjur. Sjálfur segir Þórarinn telja að heildarupphæðin hefði getað verið rétt, en mismunurinn væri þá hugsanlega tekjur komnar frá vændiskonum sem störfuðu fyrir Catalinu. Því væri óhætt að segja að mánaðartekjur Catalinu hefðu verið á bilinu sex til tólf milljónir á mánuði. Þórarinn segir að Catalina hafi afskrifað þetta misræmi léttilega og sagt: Mín sterka hlið var aldrei reikningur. Hitt er þó ljóst að upphæðin er gífurlega há. Þórarinn segir vændiskonurnar sem seldu líkama sína hafa fengið greiddar 20 til 25 þúsund krónur í hvert skiptið. Sé gert ráð fyrir að hún hafi verið með tólf milljónir á mánuði og að skiptið hafi kostað 25 þúsund krónur, þá þjónustuðu vændiskonurnar karlmenn 480 sinnum á mánuði. Það gera um fimmtán karlmenn á dag. Þórarinn tekur hinsvegar fram að inni í þessu sé mismunandi kostnaður. Meðal annars hafi Catalina fengið greiddar háar fjárhæðir fyrir að fara erlendis með karlmönnum auk annars kostnaðar. Því gefi útreikningurinn ekki endilega rétta mynd af hinum iðnu vændiskonum. Það er hinsvegar skýrt að Catalina var hálaunuð og hefði getað borið höfuðið hátt á meðal hæst launuðust forstjóra Íslands á þeim tíma. Þess ber varla að geta að Catalina fékk ávallt greitt svart fyrir þjónustu sína og vændiskvenna sem hún gerði út. Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Vændiskonan Catalina Ncogo þénaði allt að tólf milljónir króna á mánuði samkvæmt öðrum höfundi bókarinnar Hið svarta man, eftir Þórarin Þórarinsson og Jakob Bjarnar Bjarnason. Samkvæmt Þórarni þá gaf Catalina þær upplýsingar við yfirheyrslur hjá lögreglunni, eftir að hún var handtekin vegna vændis, að hún þénaði tólf milljónir á mánuði. Þá sagði hún í yfirheyrslunum að hún hefði þénað um tvö hundruð þúsund krónur á dag. Lögreglan á þá að hafa bent henni á að tölurnar stemmdu ekki. Hún væri samkvæmt framburði sínum með sex milljónir í mánaðartekjur. Sjálfur segir Þórarinn telja að heildarupphæðin hefði getað verið rétt, en mismunurinn væri þá hugsanlega tekjur komnar frá vændiskonum sem störfuðu fyrir Catalinu. Því væri óhætt að segja að mánaðartekjur Catalinu hefðu verið á bilinu sex til tólf milljónir á mánuði. Þórarinn segir að Catalina hafi afskrifað þetta misræmi léttilega og sagt: Mín sterka hlið var aldrei reikningur. Hitt er þó ljóst að upphæðin er gífurlega há. Þórarinn segir vændiskonurnar sem seldu líkama sína hafa fengið greiddar 20 til 25 þúsund krónur í hvert skiptið. Sé gert ráð fyrir að hún hafi verið með tólf milljónir á mánuði og að skiptið hafi kostað 25 þúsund krónur, þá þjónustuðu vændiskonurnar karlmenn 480 sinnum á mánuði. Það gera um fimmtán karlmenn á dag. Þórarinn tekur hinsvegar fram að inni í þessu sé mismunandi kostnaður. Meðal annars hafi Catalina fengið greiddar háar fjárhæðir fyrir að fara erlendis með karlmönnum auk annars kostnaðar. Því gefi útreikningurinn ekki endilega rétta mynd af hinum iðnu vændiskonum. Það er hinsvegar skýrt að Catalina var hálaunuð og hefði getað borið höfuðið hátt á meðal hæst launuðust forstjóra Íslands á þeim tíma. Þess ber varla að geta að Catalina fékk ávallt greitt svart fyrir þjónustu sína og vændiskvenna sem hún gerði út.
Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira