Fundu klifurlínu á afar torfarinni leið 29. september 2010 06:00 Tjöld Þjóðverjanna tveggja sem leitað var í ágúst 2007 fundust á Svínafellsjökli á svipuðum slóðum og nú hefur fundist klifurlína í hlíðum Hvannadalshnjúks. Mynd/Vilhelm. Slysfarir Lögregla og Slysavarnafélagið Landsbjörg skipuleggja leit vegna nýrra vísbendinga sem kunna að tengjast hvarfi tveggja þýskra ferðamanna í ágúst 2007. Um miðja síðustu viku klifu tveir félagar í Íslenska alpaklúbbnum afar fáfarna leið upp vesturhlið Hvannadalshnjúks. Á leiðinni rákust þeir á klifurlínu skorðaða á milli kletta og eru uppi vangaveltur um að hún kunni að vera eftir þýsku ferðamennina. Leiðin er afar hættuleg og ófær nema á haustin. Björgvin Hilmarsson, annar mannanna sem fór upp vesturhliðina, segir ekki vitað um nema einn Íslending annan sem farið hafi svipaða leið upp. Línan sé ekki frá honum. Þá hafi hún ekki verið mikið veðruð og því ljóst að hún sé ekki margra ára gömul. Björgvin Hilmarsson Aukinheldur segir Björgvin vel haldið utan um það hverjir séu á ferð á nýjum klifurleiðum. „Þetta klifursamfélag er mjög lítið og það kannast enginn við að hafa verið þarna áður," segir hann og bætir við að auk þess að vera hættuleg, þá sé ekki hlaupið að því að komast á klifurstaðinn. „Við lögðum upp klukkan sex á miðvikudagsmorguninn og gengum í sjö tíma til að komast á staðinn." Björgvin segir að þeir félagarnir hafi metið aðstæður svo að þeir gætu ekki kannað málið frekar, en yfir hangir gríðarstór íshengja sem iðulega hrynur úr. Þeir hafi farið upp núna af því hrun sumarsins sé að baki, en löngu farið að frysta við hnjúkinn og ekki mikið farið að snjóa. Einar Sigurjónsson, lögreglumaður á Höfn í Hornafirði, staðfestir að kanna eigi málið með liðsinni Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann áréttar hins vegar að ekkert sé enn hægt að gefa sér um frá hverjum línan sé komin og alls óvíst að hún sé eftir Þjóðverjana tvo. Einar segir að snjóað hafi stanslaust uppi á jökli síðan um helgi og engar aðstæður til að fara til leitar og raunar alls óvíst að hægt verði að fara fyrr en undir haust á næsta ári. „Þarna uppi er kominn grimmdarvetur og erfiðar aðstæður. Menn stökkva ekki þarna upp bara að gamni sínu," segir hann, en kveður málið skoðað í fullri alvöru. olikr@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Reyndustu fjallamenn björgunarsveitanna leita á Virkisjökli Þyrla Landhelgisgæslunnar fer með morgninum til leitar að þýsku ferðamönnunum tveimur, sem saknað er. Björgunarsveitarmenn frá Höfn leituðu þeirra í grennd við Skaftafell og Vatnajökul í gær, án árangurs. 50 björgunarsveitarmenn hefja aftur leit klukkan níu. 22. ágúst 2007 07:08 Allar vísbendingar teknar til greina Um 60 björgunarsveitarmenn leituðu í gær að þýsku ferðamönnunum tveimur sem saknað er. Ekkert hefur frést af mönnunum í þrjár vikur. Lögregla kannar allar vísbendingar, meðal annars upplýsingar frá þýskum miðli. 23. ágúst 2007 06:15 Formleg leit hafin að þýsku ferðamönnunum Formleg leit er nú hafin að tveimur þýskum ferðamönnum sem saknað hefur verið eftir að þeir skiluðu sér ekki til Þýskalands með flugi sem þeir áttu bókað þann 17. ágúst sl. Er leitað í Skaftafelli til að byrja með. 21. ágúst 2007 15:41 Fundu tjöld Þjóðverjanna sem leitað er að á Svínafellsjökli Þyrla frá Landheglisgæslunni fann nú á tólfta tímanum tjöld ofarlega í Svínafellsjökli og björgunarsveitarmenn, sem eru komnir á vettvang, staðfesta að þau tilheyri þýsku ferðamönnunum, sem leitað er að. Ekkert hefur hinsvegar sést til þeirra. 23. ágúst 2007 11:31 Björgunarsveitarmaður slasaðist Björgunarsveitarmaður úr Björgunarsveitinni Tindi á Ólafsfirði slasaðist við leit að þýsku ferðamönnunum tveimur á Svínafellsjökli um klukkan 18:30 í kvöld. Talið er að hann hafi farið úr axlarlið. Hann var hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttur í Freysnes. Hann var síðan fluttur þaðan með sjúkrabíl til Hafnar. 24. ágúst 2007 22:39 Þýsku ferðamennirnir taldir af Þýsku ferðamennirnir sem leitað hefur verið að síðastliðna viku eru taldir af. Slysavarnarfélagið Landsbjörg boðaði til blaðamannafundar í morgun. Þar var greint frá atburðarrás leitarinnar. Hún hefur engan árangur borið og er formlegri leit hætt. 26. ágúst 2007 11:17 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Slysfarir Lögregla og Slysavarnafélagið Landsbjörg skipuleggja leit vegna nýrra vísbendinga sem kunna að tengjast hvarfi tveggja þýskra ferðamanna í ágúst 2007. Um miðja síðustu viku klifu tveir félagar í Íslenska alpaklúbbnum afar fáfarna leið upp vesturhlið Hvannadalshnjúks. Á leiðinni rákust þeir á klifurlínu skorðaða á milli kletta og eru uppi vangaveltur um að hún kunni að vera eftir þýsku ferðamennina. Leiðin er afar hættuleg og ófær nema á haustin. Björgvin Hilmarsson, annar mannanna sem fór upp vesturhliðina, segir ekki vitað um nema einn Íslending annan sem farið hafi svipaða leið upp. Línan sé ekki frá honum. Þá hafi hún ekki verið mikið veðruð og því ljóst að hún sé ekki margra ára gömul. Björgvin Hilmarsson Aukinheldur segir Björgvin vel haldið utan um það hverjir séu á ferð á nýjum klifurleiðum. „Þetta klifursamfélag er mjög lítið og það kannast enginn við að hafa verið þarna áður," segir hann og bætir við að auk þess að vera hættuleg, þá sé ekki hlaupið að því að komast á klifurstaðinn. „Við lögðum upp klukkan sex á miðvikudagsmorguninn og gengum í sjö tíma til að komast á staðinn." Björgvin segir að þeir félagarnir hafi metið aðstæður svo að þeir gætu ekki kannað málið frekar, en yfir hangir gríðarstór íshengja sem iðulega hrynur úr. Þeir hafi farið upp núna af því hrun sumarsins sé að baki, en löngu farið að frysta við hnjúkinn og ekki mikið farið að snjóa. Einar Sigurjónsson, lögreglumaður á Höfn í Hornafirði, staðfestir að kanna eigi málið með liðsinni Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann áréttar hins vegar að ekkert sé enn hægt að gefa sér um frá hverjum línan sé komin og alls óvíst að hún sé eftir Þjóðverjana tvo. Einar segir að snjóað hafi stanslaust uppi á jökli síðan um helgi og engar aðstæður til að fara til leitar og raunar alls óvíst að hægt verði að fara fyrr en undir haust á næsta ári. „Þarna uppi er kominn grimmdarvetur og erfiðar aðstæður. Menn stökkva ekki þarna upp bara að gamni sínu," segir hann, en kveður málið skoðað í fullri alvöru. olikr@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Reyndustu fjallamenn björgunarsveitanna leita á Virkisjökli Þyrla Landhelgisgæslunnar fer með morgninum til leitar að þýsku ferðamönnunum tveimur, sem saknað er. Björgunarsveitarmenn frá Höfn leituðu þeirra í grennd við Skaftafell og Vatnajökul í gær, án árangurs. 50 björgunarsveitarmenn hefja aftur leit klukkan níu. 22. ágúst 2007 07:08 Allar vísbendingar teknar til greina Um 60 björgunarsveitarmenn leituðu í gær að þýsku ferðamönnunum tveimur sem saknað er. Ekkert hefur frést af mönnunum í þrjár vikur. Lögregla kannar allar vísbendingar, meðal annars upplýsingar frá þýskum miðli. 23. ágúst 2007 06:15 Formleg leit hafin að þýsku ferðamönnunum Formleg leit er nú hafin að tveimur þýskum ferðamönnum sem saknað hefur verið eftir að þeir skiluðu sér ekki til Þýskalands með flugi sem þeir áttu bókað þann 17. ágúst sl. Er leitað í Skaftafelli til að byrja með. 21. ágúst 2007 15:41 Fundu tjöld Þjóðverjanna sem leitað er að á Svínafellsjökli Þyrla frá Landheglisgæslunni fann nú á tólfta tímanum tjöld ofarlega í Svínafellsjökli og björgunarsveitarmenn, sem eru komnir á vettvang, staðfesta að þau tilheyri þýsku ferðamönnunum, sem leitað er að. Ekkert hefur hinsvegar sést til þeirra. 23. ágúst 2007 11:31 Björgunarsveitarmaður slasaðist Björgunarsveitarmaður úr Björgunarsveitinni Tindi á Ólafsfirði slasaðist við leit að þýsku ferðamönnunum tveimur á Svínafellsjökli um klukkan 18:30 í kvöld. Talið er að hann hafi farið úr axlarlið. Hann var hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttur í Freysnes. Hann var síðan fluttur þaðan með sjúkrabíl til Hafnar. 24. ágúst 2007 22:39 Þýsku ferðamennirnir taldir af Þýsku ferðamennirnir sem leitað hefur verið að síðastliðna viku eru taldir af. Slysavarnarfélagið Landsbjörg boðaði til blaðamannafundar í morgun. Þar var greint frá atburðarrás leitarinnar. Hún hefur engan árangur borið og er formlegri leit hætt. 26. ágúst 2007 11:17 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Reyndustu fjallamenn björgunarsveitanna leita á Virkisjökli Þyrla Landhelgisgæslunnar fer með morgninum til leitar að þýsku ferðamönnunum tveimur, sem saknað er. Björgunarsveitarmenn frá Höfn leituðu þeirra í grennd við Skaftafell og Vatnajökul í gær, án árangurs. 50 björgunarsveitarmenn hefja aftur leit klukkan níu. 22. ágúst 2007 07:08
Allar vísbendingar teknar til greina Um 60 björgunarsveitarmenn leituðu í gær að þýsku ferðamönnunum tveimur sem saknað er. Ekkert hefur frést af mönnunum í þrjár vikur. Lögregla kannar allar vísbendingar, meðal annars upplýsingar frá þýskum miðli. 23. ágúst 2007 06:15
Formleg leit hafin að þýsku ferðamönnunum Formleg leit er nú hafin að tveimur þýskum ferðamönnum sem saknað hefur verið eftir að þeir skiluðu sér ekki til Þýskalands með flugi sem þeir áttu bókað þann 17. ágúst sl. Er leitað í Skaftafelli til að byrja með. 21. ágúst 2007 15:41
Fundu tjöld Þjóðverjanna sem leitað er að á Svínafellsjökli Þyrla frá Landheglisgæslunni fann nú á tólfta tímanum tjöld ofarlega í Svínafellsjökli og björgunarsveitarmenn, sem eru komnir á vettvang, staðfesta að þau tilheyri þýsku ferðamönnunum, sem leitað er að. Ekkert hefur hinsvegar sést til þeirra. 23. ágúst 2007 11:31
Björgunarsveitarmaður slasaðist Björgunarsveitarmaður úr Björgunarsveitinni Tindi á Ólafsfirði slasaðist við leit að þýsku ferðamönnunum tveimur á Svínafellsjökli um klukkan 18:30 í kvöld. Talið er að hann hafi farið úr axlarlið. Hann var hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttur í Freysnes. Hann var síðan fluttur þaðan með sjúkrabíl til Hafnar. 24. ágúst 2007 22:39
Þýsku ferðamennirnir taldir af Þýsku ferðamennirnir sem leitað hefur verið að síðastliðna viku eru taldir af. Slysavarnarfélagið Landsbjörg boðaði til blaðamannafundar í morgun. Þar var greint frá atburðarrás leitarinnar. Hún hefur engan árangur borið og er formlegri leit hætt. 26. ágúst 2007 11:17