Yfir 2.500 manns verið án atvinnu í eitt ár eða lengur 13. júlí 2010 05:00 Atvinnuleysi mælist svipað á landinu nú og á sama tíma í fyrra. Hlutfallið hefur minnkað yfir sumarmánuðina, úr 9 prósentum í apríl síðastliðnum og niður í um 7,7 prósent í júní. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að um árstíðarbundinn mun sé að ræða, en vonast til þess að atvinnuleysi muni ekki mælast meira en 8,5 prósent á árinu 2010. „Það er að mælast minna atvinnuleysi en spár sögðu til um," segir Gissur. „Þó má búast við því að það verði jafn mikið eða meira en í fyrra, þar sem það mældist 8 prósent yfir allt árið 2009." 80 prósent þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun eru annaðhvort ófaglærðir eða með stúdentspróf. Einungis 10 til 12 prósent eru háskólagengin og segir Gissur hlutfall ómenntaðra hækka eftir því sem aldurinn er lægri, en um 70 prósent ungs fólks á skrá eru einungis með grunnskólapróf. Um 2.500 manns á höfuðborgarsvæðinu hafa verið atvinnulausir í ár eða lengur og var heildarupphæð útborgaðra atvinnuleysisbóta fyrir árið 2009 25,3 milljarðar króna, en til samanburðar voru það 3 milljarðar árið 2007. Kristín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri ráðningarstofunnar Hagvangs, segir þó nokkuð vera um að fólk á atvinnuleysisskrá leiði hjá sér atvinnutilboð. „Það er algengara að eldra fólk taki því sem býðst og setji ekki fyrir sig laun eða vinnutíma," segir Kristín. „Það er eitthvað um að yngra fólk neiti störfum og okkur finnst sérstakt hvað það er hægt lengi, eins og ástandið er." Kristín tekur fram að verið sé að bjóða fólki störf sem það langi ekki til að þiggja og sé þar af leiðandi lengur á atvinnuleysisskrá. Gissur Pétursson segir aftur á móti að ekki sé mikið um að fólk sleppi vinnutilboðum og kerfið bjóði einfaldlega ekki upp á það. „Þú hefur möguleika á neitun fyrstu fjórar vikurnar," segir hann. „Auðvitað viljum við ekki pína fólk til neins - en það á enginn að komast upp með að vera á atvinnuleysisbótum að óþörfu." Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Atvinnuleysi mælist svipað á landinu nú og á sama tíma í fyrra. Hlutfallið hefur minnkað yfir sumarmánuðina, úr 9 prósentum í apríl síðastliðnum og niður í um 7,7 prósent í júní. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að um árstíðarbundinn mun sé að ræða, en vonast til þess að atvinnuleysi muni ekki mælast meira en 8,5 prósent á árinu 2010. „Það er að mælast minna atvinnuleysi en spár sögðu til um," segir Gissur. „Þó má búast við því að það verði jafn mikið eða meira en í fyrra, þar sem það mældist 8 prósent yfir allt árið 2009." 80 prósent þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun eru annaðhvort ófaglærðir eða með stúdentspróf. Einungis 10 til 12 prósent eru háskólagengin og segir Gissur hlutfall ómenntaðra hækka eftir því sem aldurinn er lægri, en um 70 prósent ungs fólks á skrá eru einungis með grunnskólapróf. Um 2.500 manns á höfuðborgarsvæðinu hafa verið atvinnulausir í ár eða lengur og var heildarupphæð útborgaðra atvinnuleysisbóta fyrir árið 2009 25,3 milljarðar króna, en til samanburðar voru það 3 milljarðar árið 2007. Kristín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri ráðningarstofunnar Hagvangs, segir þó nokkuð vera um að fólk á atvinnuleysisskrá leiði hjá sér atvinnutilboð. „Það er algengara að eldra fólk taki því sem býðst og setji ekki fyrir sig laun eða vinnutíma," segir Kristín. „Það er eitthvað um að yngra fólk neiti störfum og okkur finnst sérstakt hvað það er hægt lengi, eins og ástandið er." Kristín tekur fram að verið sé að bjóða fólki störf sem það langi ekki til að þiggja og sé þar af leiðandi lengur á atvinnuleysisskrá. Gissur Pétursson segir aftur á móti að ekki sé mikið um að fólk sleppi vinnutilboðum og kerfið bjóði einfaldlega ekki upp á það. „Þú hefur möguleika á neitun fyrstu fjórar vikurnar," segir hann. „Auðvitað viljum við ekki pína fólk til neins - en það á enginn að komast upp með að vera á atvinnuleysisbótum að óþörfu."
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira