Innlent

Hanna segir Dag gera lítið úr vinnu fyrri meirihluta

Hanna Birna segir að ákvörðun um að styrkja lausafjárstöðu borgarinnar vegna bakábyrgða á OR hafi verið tekin fyrir kosningar.
Hanna Birna segir að ákvörðun um að styrkja lausafjárstöðu borgarinnar vegna bakábyrgða á OR hafi verið tekin fyrir kosningar.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi segir að í desember á síðasta ári hafi þáverandi meirihluti í borgarstjórn ákveðið að láta vinna áhættumat vegna stöðu Orkuveitu Reykjavíkur. Í mars hafi legið fyrir að borgin þyrfti að viðhalda 10 til 12 milljarða lausafjárstöðu vegna Orkuveitunnar.

Hanna Birna segir ósanngjarnt hjá Degi B. Eggertssyni, formanni borgarráðs, að tala nú um að borgin sé komin af afneitunarstigi í málum OR og sé nú fyrst að taka mál fyrirtækisins föstum tökum eins og fram kom í máli Dags í Fréttablaðinu á laugardag.

„Borgin hefur aldrei verið á neinu afneitunarstigi hvað þetta varðar. Með þessum ummælum gerir Dagur lítið úr þeirri miklu vinnu sem borgarfulltrúar allra flokka, stjórnendur og starfsmenn borgarinnar hafa lagt á sig til að standa vörð um fyrirtækið og hagsmuni þess. Sú vinna er ekki komin til vegna nýs meirihluta heldur hefur staðið yfir um langt skeið," segir Hanna Birna. Í tæp tvö ár hafi verið unnið að því að hagræða í rekstri OR til að bregðast við afleiðingum hrunsins.

Allir borgarfulltrúar hafi verið sammála um að fresta gjaldskrárhækkunum í tvö ár vegna efnahagsástandsins. Það þýði hins vegar ekki að gjaldskrár borgarinnar og fyrirtækja hennar verði frystar um aldur og ævi heldur það að borgarstjórn vilji standa með borgarbúum við þær erfiðu aðstæður sem ríkt hafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×