Innlent

Forsætisráðherra vill hvorki hækka matarskatt né skatt á millitekjur

Höskuldur Kári Schram skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir segir ágætt að fá hugmyndir frá AGS.
Jóhanna Sigurðardóttir segir ágætt að fá hugmyndir frá AGS.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir ekki koma til greina að hækka skatta á millitekjufólk, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til. Þá standi ekki til að hækka matarskatt.

Íslensk stjórnvöld báðu Alþjóðagjaldeyrisjóðinn um að gera úttekt á íslenska skattkerfinu og leggja fram tillögur um hvernig auka megi tekjur ríkissjóðs á næstu árum.

Sjóðurinn leggur meðal annars til að virðisaukaskattur á matvæli verði hækkaður sem og tekjuskattur millitekjufólk. Þannig leggur sjóðurinn til að lagður verði rúmlega 47 prósenta hátekjuskattur á fólk með tekjur yfir 375 þúsund krónum á mánuði.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að ekki komi til grein að hækka tekjuskatti með þessum hætti. Hins vegar hafi verið ágætt að fá hugmyndir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fram í þessu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×