Mikilvægt að bændur kynni sér ESB 11. september 2010 04:00 Mats Persson forstjóri Landbúnaðarstofnunar Svíþjóðar segir sænska bændur hafa verið neikvæða út í skrifræði ESB. Þeir hafi nú vanist því og viðhorfið sé orðið jákvæðara. „Sænskir bændur voru mjög fylgjandi aðild Svíþjóðar að Evrópusambandinu. Þegar þeir rákust á vegg skrifræðisins, sem var mun þyngra í vöfum en þeir bjuggust við, urðu þeir neikvæðir í garð sambandsins. Bændurnir hafa jafnað sig síðan þá enda hafa þeir notið góðs af byggðastefnu ESB,“ segir Mats Persson, forstjóri Landbúnaðarstofnunar Svíþjóðar. Persson er staddur hér á landi í tengslum við aðildarumsókn íslenskra stjórnvalda að Evrópusambandinu. Persson vann að aðild Svíþjóðar að Evrópusambandinu fyrir hönd Landbúnaðarstofnunarinnar árið 1995 og hefur síðastliðin sjö ár verið ábyrgur fyrir viðskiptum bænda við ESB ásamt því að fylgja eftir stefnu sambandsins í byggðamálum. Hann rifjar upp að fyrir aðild Svía hafi verið meirihlutavilji fyrir aðild að ESB. Bændur hafi farið í kynningarferðir til aðildarríkjanna og litist vel á. „Ég held að þeir hafi sömuleiðis séð ákveðna möguleika sem fólust í sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB og stuðningi við dreifðari byggðir. Það var ekki fyrir hendi í Svíþjóð á sínum tíma,“ segir Persson. Á meðal styrkja í byggðastefnu ESB eru stuðningur við uppbyggingu í ferðaþjónustu og skógrækt. Íslenskir bændur geti fengið styrk til að græða landið og draga úr uppblæstri líkt og Írar og Bretar. „Við glímum við annað vandamál. Aðeins tíu prósent Svíþjóðar eru skóglaus. Við fáum styrk til skógarhöggs og grisjunar,“ segir Persson en bætir við að ekki minna máli skipti að sem dæmi hafi ESB styrkt lagningu breiðbands í dreifðari byggðum Svíþjóðar. „Það er mikilvægt og fólk í dag vill ganga að því vísu, sérstaklega ungt fólk. ESB styrkir lagningu breiðbandsnets í dreifðari sveitum.“ Þrátt fyrir aðild Svía að ESB fyrir fimmtán árum hefur útflutningur á matvælum ekki aukist til annarra aðildarríkja. Þvert á móti hefur innflutningur á landbúnaðarafurðum aukist. Persson segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. Neysla á kjöti og ostum hafi aukist umfram framleiðslugetu landbúnaðarins og innflutningur því aukist. „Það hefði breyst hvort eð er,“ segir Persson og vísar til tækniframfara í landbúnaði sem hafi skilað sér í breyttum háttum. Persson þekkir til andstöðu íslenskra bænda og hagsmunahópa þeirra við aðild að ESB. Hann segir bændur verða að kynna sér landbúnaðarstefnu sambandsins og fara utan í því skyni. Það hafi skilað miklum árangri í Svíþjóð. „Það er mikilvægt að auka þekkinguna á ESB. Þá hafið þið meira til að byggja á,“ segir hann. jonab@frettabladid.is Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
„Sænskir bændur voru mjög fylgjandi aðild Svíþjóðar að Evrópusambandinu. Þegar þeir rákust á vegg skrifræðisins, sem var mun þyngra í vöfum en þeir bjuggust við, urðu þeir neikvæðir í garð sambandsins. Bændurnir hafa jafnað sig síðan þá enda hafa þeir notið góðs af byggðastefnu ESB,“ segir Mats Persson, forstjóri Landbúnaðarstofnunar Svíþjóðar. Persson er staddur hér á landi í tengslum við aðildarumsókn íslenskra stjórnvalda að Evrópusambandinu. Persson vann að aðild Svíþjóðar að Evrópusambandinu fyrir hönd Landbúnaðarstofnunarinnar árið 1995 og hefur síðastliðin sjö ár verið ábyrgur fyrir viðskiptum bænda við ESB ásamt því að fylgja eftir stefnu sambandsins í byggðamálum. Hann rifjar upp að fyrir aðild Svía hafi verið meirihlutavilji fyrir aðild að ESB. Bændur hafi farið í kynningarferðir til aðildarríkjanna og litist vel á. „Ég held að þeir hafi sömuleiðis séð ákveðna möguleika sem fólust í sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB og stuðningi við dreifðari byggðir. Það var ekki fyrir hendi í Svíþjóð á sínum tíma,“ segir Persson. Á meðal styrkja í byggðastefnu ESB eru stuðningur við uppbyggingu í ferðaþjónustu og skógrækt. Íslenskir bændur geti fengið styrk til að græða landið og draga úr uppblæstri líkt og Írar og Bretar. „Við glímum við annað vandamál. Aðeins tíu prósent Svíþjóðar eru skóglaus. Við fáum styrk til skógarhöggs og grisjunar,“ segir Persson en bætir við að ekki minna máli skipti að sem dæmi hafi ESB styrkt lagningu breiðbands í dreifðari byggðum Svíþjóðar. „Það er mikilvægt og fólk í dag vill ganga að því vísu, sérstaklega ungt fólk. ESB styrkir lagningu breiðbandsnets í dreifðari sveitum.“ Þrátt fyrir aðild Svía að ESB fyrir fimmtán árum hefur útflutningur á matvælum ekki aukist til annarra aðildarríkja. Þvert á móti hefur innflutningur á landbúnaðarafurðum aukist. Persson segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. Neysla á kjöti og ostum hafi aukist umfram framleiðslugetu landbúnaðarins og innflutningur því aukist. „Það hefði breyst hvort eð er,“ segir Persson og vísar til tækniframfara í landbúnaði sem hafi skilað sér í breyttum háttum. Persson þekkir til andstöðu íslenskra bænda og hagsmunahópa þeirra við aðild að ESB. Hann segir bændur verða að kynna sér landbúnaðarstefnu sambandsins og fara utan í því skyni. Það hafi skilað miklum árangri í Svíþjóð. „Það er mikilvægt að auka þekkinguna á ESB. Þá hafið þið meira til að byggja á,“ segir hann. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira