Marcelo segir að Jose Mourinho sé að leggja hart að liðinu á æfingasvæðinu. Bakvörðurinn kvartar þó ekki.
"Mourinho sér til þess að við slökum ekkert á á meðan á æfingunum stendum og við erum mjög ánægðir með hann," sagði bakvörðurinn.
"Við leggjum gríðarlega hart að okkur á æfingum. Til þess að vinna þurfum við að þjást á æfingunum. En Mourinho er góður maður. Hann talar við okkur alla og enginn fær neina sérmeðferð," segir Marcelo.
Margir leikmenn eru enn í fríi eftir HM en æfingar hófust um helgina.
