Katrín kannast ekki við sms hótanir Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. júlí 2010 22:29 Katrín Jakobsdóttir segir ESB málið erfitt fyrir VG. Mynd/ Daníel. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG og formaður flokksráðs, segist ekki vita til þess að þingmönnum hafi verið sendar hótanir með sms skilaboðum í aðdraganda þess að Alþingi samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, sagði í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið á laugardaginn að einstakir þingmenn hafi fengið send sms skilaboð þegar að atkvæðagreiðslan um málið stóð yfir á Alþingi. Skilaboðin hafi falið í sér hótanir um stjórnarslit yrði málið ekki samþykkt. „Ég fékk allavega ekki sms hótun," segir Katrín. Hún segist þó ekki geta sagt til um það hvort slíkar skeytasendingar hafi átt sér stað. „En það kann að vera," segir Katrín. Hún bendir á að Ásmundur Einar hafi ekki minnst á það í grein sinni hverjir hafi fengið þessi skeyti, né heldur hverjir hafi sent þau. Ásmundur Einar segir í grein sinni að á flokksráðsfundi hafi því verið lýst yfir að forsendur fyrir ESB umsókn væru brostnar og því mikilvægt að taka málið til gagngerrar skoðunar. Katrín segir að þó að fram hafi komið á fundinum að mikilvægt væri að taka málið til skoðunar hafi allri efnislegri umræðu um það verið vísað til málefnaþings i haust. „Þannig að það er nú kannski ekki hægt að segja að fundurinn hafi ályktað neitt um það," segir Katrín. Aðspurð segir Katrín að ESB málið hafi verið flokki sínum erfitt. „Við höfum talið að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins en höfum líka talið að þjóðin ætti að hafa siðasta orðið," segir Katrín. Það liggi hins vegar fyrir að innan flokksins séu líka mjög harðir andstæðingar aðildar og það hafi sitt að segja. Tengdar fréttir Þingmönnum Vinstri grænna hótað með SMS Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, segir í grein í Morgunblaðinu í dag, að þingmönnum og ráðherrum Vinstri grænna hafi verið hótað þegar að atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn að ESB fór fram í þinginu. 17. júlí 2010 11:14 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG og formaður flokksráðs, segist ekki vita til þess að þingmönnum hafi verið sendar hótanir með sms skilaboðum í aðdraganda þess að Alþingi samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, sagði í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið á laugardaginn að einstakir þingmenn hafi fengið send sms skilaboð þegar að atkvæðagreiðslan um málið stóð yfir á Alþingi. Skilaboðin hafi falið í sér hótanir um stjórnarslit yrði málið ekki samþykkt. „Ég fékk allavega ekki sms hótun," segir Katrín. Hún segist þó ekki geta sagt til um það hvort slíkar skeytasendingar hafi átt sér stað. „En það kann að vera," segir Katrín. Hún bendir á að Ásmundur Einar hafi ekki minnst á það í grein sinni hverjir hafi fengið þessi skeyti, né heldur hverjir hafi sent þau. Ásmundur Einar segir í grein sinni að á flokksráðsfundi hafi því verið lýst yfir að forsendur fyrir ESB umsókn væru brostnar og því mikilvægt að taka málið til gagngerrar skoðunar. Katrín segir að þó að fram hafi komið á fundinum að mikilvægt væri að taka málið til skoðunar hafi allri efnislegri umræðu um það verið vísað til málefnaþings i haust. „Þannig að það er nú kannski ekki hægt að segja að fundurinn hafi ályktað neitt um það," segir Katrín. Aðspurð segir Katrín að ESB málið hafi verið flokki sínum erfitt. „Við höfum talið að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins en höfum líka talið að þjóðin ætti að hafa siðasta orðið," segir Katrín. Það liggi hins vegar fyrir að innan flokksins séu líka mjög harðir andstæðingar aðildar og það hafi sitt að segja.
Tengdar fréttir Þingmönnum Vinstri grænna hótað með SMS Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, segir í grein í Morgunblaðinu í dag, að þingmönnum og ráðherrum Vinstri grænna hafi verið hótað þegar að atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn að ESB fór fram í þinginu. 17. júlí 2010 11:14 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þingmönnum Vinstri grænna hótað með SMS Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, segir í grein í Morgunblaðinu í dag, að þingmönnum og ráðherrum Vinstri grænna hafi verið hótað þegar að atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn að ESB fór fram í þinginu. 17. júlí 2010 11:14