Katrín kannast ekki við sms hótanir Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. júlí 2010 22:29 Katrín Jakobsdóttir segir ESB málið erfitt fyrir VG. Mynd/ Daníel. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG og formaður flokksráðs, segist ekki vita til þess að þingmönnum hafi verið sendar hótanir með sms skilaboðum í aðdraganda þess að Alþingi samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, sagði í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið á laugardaginn að einstakir þingmenn hafi fengið send sms skilaboð þegar að atkvæðagreiðslan um málið stóð yfir á Alþingi. Skilaboðin hafi falið í sér hótanir um stjórnarslit yrði málið ekki samþykkt. „Ég fékk allavega ekki sms hótun," segir Katrín. Hún segist þó ekki geta sagt til um það hvort slíkar skeytasendingar hafi átt sér stað. „En það kann að vera," segir Katrín. Hún bendir á að Ásmundur Einar hafi ekki minnst á það í grein sinni hverjir hafi fengið þessi skeyti, né heldur hverjir hafi sent þau. Ásmundur Einar segir í grein sinni að á flokksráðsfundi hafi því verið lýst yfir að forsendur fyrir ESB umsókn væru brostnar og því mikilvægt að taka málið til gagngerrar skoðunar. Katrín segir að þó að fram hafi komið á fundinum að mikilvægt væri að taka málið til skoðunar hafi allri efnislegri umræðu um það verið vísað til málefnaþings i haust. „Þannig að það er nú kannski ekki hægt að segja að fundurinn hafi ályktað neitt um það," segir Katrín. Aðspurð segir Katrín að ESB málið hafi verið flokki sínum erfitt. „Við höfum talið að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins en höfum líka talið að þjóðin ætti að hafa siðasta orðið," segir Katrín. Það liggi hins vegar fyrir að innan flokksins séu líka mjög harðir andstæðingar aðildar og það hafi sitt að segja. Tengdar fréttir Þingmönnum Vinstri grænna hótað með SMS Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, segir í grein í Morgunblaðinu í dag, að þingmönnum og ráðherrum Vinstri grænna hafi verið hótað þegar að atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn að ESB fór fram í þinginu. 17. júlí 2010 11:14 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG og formaður flokksráðs, segist ekki vita til þess að þingmönnum hafi verið sendar hótanir með sms skilaboðum í aðdraganda þess að Alþingi samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, sagði í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið á laugardaginn að einstakir þingmenn hafi fengið send sms skilaboð þegar að atkvæðagreiðslan um málið stóð yfir á Alþingi. Skilaboðin hafi falið í sér hótanir um stjórnarslit yrði málið ekki samþykkt. „Ég fékk allavega ekki sms hótun," segir Katrín. Hún segist þó ekki geta sagt til um það hvort slíkar skeytasendingar hafi átt sér stað. „En það kann að vera," segir Katrín. Hún bendir á að Ásmundur Einar hafi ekki minnst á það í grein sinni hverjir hafi fengið þessi skeyti, né heldur hverjir hafi sent þau. Ásmundur Einar segir í grein sinni að á flokksráðsfundi hafi því verið lýst yfir að forsendur fyrir ESB umsókn væru brostnar og því mikilvægt að taka málið til gagngerrar skoðunar. Katrín segir að þó að fram hafi komið á fundinum að mikilvægt væri að taka málið til skoðunar hafi allri efnislegri umræðu um það verið vísað til málefnaþings i haust. „Þannig að það er nú kannski ekki hægt að segja að fundurinn hafi ályktað neitt um það," segir Katrín. Aðspurð segir Katrín að ESB málið hafi verið flokki sínum erfitt. „Við höfum talið að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins en höfum líka talið að þjóðin ætti að hafa siðasta orðið," segir Katrín. Það liggi hins vegar fyrir að innan flokksins séu líka mjög harðir andstæðingar aðildar og það hafi sitt að segja.
Tengdar fréttir Þingmönnum Vinstri grænna hótað með SMS Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, segir í grein í Morgunblaðinu í dag, að þingmönnum og ráðherrum Vinstri grænna hafi verið hótað þegar að atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn að ESB fór fram í þinginu. 17. júlí 2010 11:14 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Þingmönnum Vinstri grænna hótað með SMS Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, segir í grein í Morgunblaðinu í dag, að þingmönnum og ráðherrum Vinstri grænna hafi verið hótað þegar að atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn að ESB fór fram í þinginu. 17. júlí 2010 11:14