Íslenski boltinn

Sigurbjörn: Við vorum okkur til skammar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson segir að Valsmenn hafi orðið sér til skammar í kvöld þegar þeir töpuðu 5-0 fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli.

„Við vorum ekki með síðustu 40 mínúturnar. Þeir að sama skapi bættu sinn leik meðan við vorum ekki í takti. Við vorum okkur til skammar," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, miðjumaður Vals.

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn en við vorum ekki með grimmd eða neitt gegn þeim í seinni hálfleik. Við vorum bara úti að skíta. Þeir bara rúlluðu okkur upp."

Valsmenn hafa ekki unnið leik síðan 14. júní. „Við þurfum bara að ná sigrinum á sunnudaginn, það styttist í hann. Það er mikilvægur leikur gegn Grindavík og það er leikur sem við verðum að koma beittari í og spila allar 90 mínúturnar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×