Innlent

Stjörnuskandall á HM: Paris Hilton handtekin fyrir að reykja gras

Koma Paris Hilton á HM hefur vakið mikla athygli
Koma Paris Hilton á HM hefur vakið mikla athygli
Lögreglan í Suður Afríku er sögð hafa handtekið Paris Hilton fyrir að reykja maríúana eða gras. Paris Hilton er nú stödd í Suður Afríku til að horfa á úrslitakeppnina í HM í fótbolta. Hún var á leik Hollands og Brasilíu þegar lögreglan fylgdi henni út af Nelson Mandela vellinum í Port Elizabeth.

Samkvæmt The Times Live var Paris færð á lögreglustöð þar sem hún var yfirheyrð. Mark Magadlela, yfirmaður lögreglumála í Port Elizabeth, staðfesti að Paris Hilton hefði verið á lögreglustöðinni en henni hefði nú verið sleppt. Hann sagði málið í skoðun en vildi ekki gefa nánari upplýsingar.

Fréttir af handtöku Parisar hafa vakið mikla athygli. Paris hefur verið dugleg við að greina frá ferðum sínum til Suður Afríku á Twitter, meðal annars greindi hún frá því að hún hefði pakkað í tólf töskur fyrir ferðina, hún elskaði fótbolta og nyti þess að sjá Suður Afríku.

„Ég skemmti mér svo vel á leiknum í dag. Hvílíkur leikur. Ég elska Suður Afríku. Það er svo fallegt hérna. Ég get ekki beðið eftir því að fara í Safarí og sjá öllu þessi ótrúlegu dýr," skrifaði Paris hilton á Twitter í dag.

Þá vissi heimsbyggðin ekki af handtöku djammdrottningarinnar sem dáist að náttúrunni í Suður Afríku - og grasinu líka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×