Lífið

Glæsileg síða Vesturports í loftið

Hægt er að finna myndir af skrautlegu karaktergallerí Vesturports á heimasíðunni. Hér er Nína Dögg í hlutverki sínu í Faust, sem kemur aftur á klakann í janúar.
Hægt er að finna myndir af skrautlegu karaktergallerí Vesturports á heimasíðunni. Hér er Nína Dögg í hlutverki sínu í Faust, sem kemur aftur á klakann í janúar.
Ný heimasíða Vesturports hefur verið opnuð á slóðinni vesturport.com. Á síðunni er hægt að skoða hundruðir ljósmynda, tugi myndbanda, fréttir og margt annað sem tengist leikhópnum og ferðalögum þeirra um allan heim.

Spýtt var í lófana með gerð nýrrar heimasíðu eftir að tilkynnt var að Vesturport fengi viðurkenninguna The Europe Prize New Theatrical Realities XII. „Þetta er í 12. skiptið sem Samband leikhúsa í Evrópu veitir þessi verðlaun fyrir frumleika og nýsköpun í leiklist en þeim er ætlað að ýta undir nýja strauma og stefnur innan leiklistar í Evrópu," segir í tilkynningu.

Verðlaunin verða afhent í St. Petersburg , Rússlandi í apríl á næsta ári. Hamskiptunum og Faust, sem er samstarfsverkefni við Borgarleikhúsið, hefur verið boðið út til sýninga í tilefni verðlaunaafhendingarinnar.

Hamskiptin hafa ferðast víða undanfarin ár og Faust er rétt að byrja að gera slíkt hið sama, verður meðal annars tekin til sýninga í Þýskalandi á næstunni. Að því loknu verður hún aftur tekin til sýninga í Borgarleikhúsinu í janúar þar sem hún hætti fyrir fullu húsi í vor.

Vesturport.com er unnin af Birni Helga og öðru starfsfólki Vesturports, Guðmundi R. Einarssyni hjá Skapalón, Kristjáni Gunnarssyni og Agli Harðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.