Stephen Fry hrósaði Einari fyrir lipur spor 16. nóvember 2010 06:00 Stephen Fry var hrifinn af fótafimi Einars Aðalsteinssonar sem steig „trylltan“ vals í Sherlock Holmes 2. Hins vegar gekk verr að ræða um daginn og veginn við Jude Law. „Þetta gekk alveg rosalega vel og var meiri háttar gaman," segir Einar Aðalsteinsson, ungur leikari á framabraut. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu fékk Einar statistahlutverk í stórmyndinni Sherlock Holmes 2 sem verið er að kvikmynda í Bretlandi þessa dagana. Um var að ræða ógnarstórt dansatriði í nítjándu aldar-samkvæmi og fékk Einar hlutverkið í gegnum leiklistarkennara sinn í London. Honum var síðan úthlutaður dansfélagi og fékk að stíga „trylltan" vals fyrir framan tökuvélarnar, sem sjálfur Guy Ritchie, fyrrverandi eiginmaður Madonnu, stýrði. Einar segist hafa fengið að hitta nokkrar af stórstjörnum myndarinnar, meðal annars hafi Stephen Fry, heimsfrægur fyrir smekkvísi, hrósað honum í hástert fyrir lipur dansspor. „Það gekk aðeins verra með Jude Law, ég reyndi að spjalla aðeins við hann en datt bara í hug veðurtengd umræðuefni eins og rokið fyrir utan," segir Einar og hlær og viðurkennir að það hefði kannski verið betra að brydda upp á samræðum um íslensku uppsetninguna á Faust í Young Vic-leikhúsinu en þar er Law innsti koppur í búri. Einar er nú staddur fyrir norðan þar sem hann leikur stórt hlutverk í fjögurra þátta sjónvarpsseríu Friðriks Þór Friðrikssonar, Tíma nornarinnar, eftir samnefndri glæpasögu Árna Þórarinssonar. „Það gengur allt vel, reyndar er allt á kafi í snjó, en þetta hefst allt."- fgg Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
„Þetta gekk alveg rosalega vel og var meiri háttar gaman," segir Einar Aðalsteinsson, ungur leikari á framabraut. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu fékk Einar statistahlutverk í stórmyndinni Sherlock Holmes 2 sem verið er að kvikmynda í Bretlandi þessa dagana. Um var að ræða ógnarstórt dansatriði í nítjándu aldar-samkvæmi og fékk Einar hlutverkið í gegnum leiklistarkennara sinn í London. Honum var síðan úthlutaður dansfélagi og fékk að stíga „trylltan" vals fyrir framan tökuvélarnar, sem sjálfur Guy Ritchie, fyrrverandi eiginmaður Madonnu, stýrði. Einar segist hafa fengið að hitta nokkrar af stórstjörnum myndarinnar, meðal annars hafi Stephen Fry, heimsfrægur fyrir smekkvísi, hrósað honum í hástert fyrir lipur dansspor. „Það gekk aðeins verra með Jude Law, ég reyndi að spjalla aðeins við hann en datt bara í hug veðurtengd umræðuefni eins og rokið fyrir utan," segir Einar og hlær og viðurkennir að það hefði kannski verið betra að brydda upp á samræðum um íslensku uppsetninguna á Faust í Young Vic-leikhúsinu en þar er Law innsti koppur í búri. Einar er nú staddur fyrir norðan þar sem hann leikur stórt hlutverk í fjögurra þátta sjónvarpsseríu Friðriks Þór Friðrikssonar, Tíma nornarinnar, eftir samnefndri glæpasögu Árna Þórarinssonar. „Það gengur allt vel, reyndar er allt á kafi í snjó, en þetta hefst allt."- fgg
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira