Lúkasarmálið lifir enn - vill skaðabætur 16. nóvember 2010 20:40 Lúkasarmálinu svokallaða er langt frá því að vera lokið. Maður sem grunaður var um að hafa orðið hundinum Lúkasi að bana og mátti þola ofsóknir í kjölfarið ætlar að freista þess að sækja skaðabætur frá þeim sem gengu hvað lengst. Lúkasarmálið er eitt undarlegasta fréttamál sem upp hefur komið á síðari árum. Það snérist um hundinn Lúkas sem hvarf sumarið 2007 en af einhverjum ástæðum bitu nokkrir bloggarar það í sig að Helgi Rafn Brynjarsson ætti einhvern hlut að máli. Eigandi Lúkasar sagði í júlí 2007 að einhverjir einstaklingar hafi sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað henni sín á milli þangað til hann hætti að öskra. „Þegar þar kemur við sögu fer þetta vitni bara í burtu og taldi að hundurinn væri dauður." Viðbrögðin voru ótrúleg kertafleytingar og minningarvökur voru haldnar á Akureyri og í Reykjavík og hinn meinti hundaníðingur, Helgi Rafn var gjörsamlega tekinn af lífi í bloggheimum og það hafði afleiðingar í för með sér „Það var meðal annars setið um heimilið hans og foreldra hans og hótunum rigndi inn með SMS-skeytum og tölvupóstum og jafnvel var ráðist á hann þegar hann fór út í búð að kaupa sér í matinn," segir Arnar Kormákur Sigurðsson, lögmaður Helga Rafns. Þetta gerði það að verkum að Helgi þorði varla út úr húsi í nokkrar vikur, hann missti í kjölfarið vinnuna og þurfti að leita sér ýmis konar aðstoðar. En eins og allir vita var hundurin Lúkas svo ekkert drepinn. Hann strauk til fjalla og skilaði sér aftur um haustið. Helgi snéri þá vörn í sókn og sendi þeim átta aðilum sem lengst gengu í níðskrifunum á netinu bréf með boði um að ljúka málinu með sátt og greiðslu 500 þúsund krónur í skaðabætur. Einn aðili sættist á þau málalok. En til greina kemur að stefna þeim sjö sem eftir eru krefja þá um skaðbætur. Helgi hefur þegar höfað fyrsta málið og er dóms beðið í því. Niðurstaðan ræður miklu um hvort fleiri mál verði höfðuð. „Við munum tvímælalaust skoða niðurstöðuna í þessum dómi og íhuga það hvort að við munum snúa okkur að öðrum aðilum sem að við höfum áður verið í sambandi við," segir Arnar Kormákur. Lúkasarmálið Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Lúkasarmálinu svokallaða er langt frá því að vera lokið. Maður sem grunaður var um að hafa orðið hundinum Lúkasi að bana og mátti þola ofsóknir í kjölfarið ætlar að freista þess að sækja skaðabætur frá þeim sem gengu hvað lengst. Lúkasarmálið er eitt undarlegasta fréttamál sem upp hefur komið á síðari árum. Það snérist um hundinn Lúkas sem hvarf sumarið 2007 en af einhverjum ástæðum bitu nokkrir bloggarar það í sig að Helgi Rafn Brynjarsson ætti einhvern hlut að máli. Eigandi Lúkasar sagði í júlí 2007 að einhverjir einstaklingar hafi sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað henni sín á milli þangað til hann hætti að öskra. „Þegar þar kemur við sögu fer þetta vitni bara í burtu og taldi að hundurinn væri dauður." Viðbrögðin voru ótrúleg kertafleytingar og minningarvökur voru haldnar á Akureyri og í Reykjavík og hinn meinti hundaníðingur, Helgi Rafn var gjörsamlega tekinn af lífi í bloggheimum og það hafði afleiðingar í för með sér „Það var meðal annars setið um heimilið hans og foreldra hans og hótunum rigndi inn með SMS-skeytum og tölvupóstum og jafnvel var ráðist á hann þegar hann fór út í búð að kaupa sér í matinn," segir Arnar Kormákur Sigurðsson, lögmaður Helga Rafns. Þetta gerði það að verkum að Helgi þorði varla út úr húsi í nokkrar vikur, hann missti í kjölfarið vinnuna og þurfti að leita sér ýmis konar aðstoðar. En eins og allir vita var hundurin Lúkas svo ekkert drepinn. Hann strauk til fjalla og skilaði sér aftur um haustið. Helgi snéri þá vörn í sókn og sendi þeim átta aðilum sem lengst gengu í níðskrifunum á netinu bréf með boði um að ljúka málinu með sátt og greiðslu 500 þúsund krónur í skaðabætur. Einn aðili sættist á þau málalok. En til greina kemur að stefna þeim sjö sem eftir eru krefja þá um skaðbætur. Helgi hefur þegar höfað fyrsta málið og er dóms beðið í því. Niðurstaðan ræður miklu um hvort fleiri mál verði höfðuð. „Við munum tvímælalaust skoða niðurstöðuna í þessum dómi og íhuga það hvort að við munum snúa okkur að öðrum aðilum sem að við höfum áður verið í sambandi við," segir Arnar Kormákur.
Lúkasarmálið Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira