Lífið

Barði leggur Stóra sviðið undir sig í kvöld

Bang Gang stígur á sviðið um klukkan 21 í kvöld.
Bang Gang stígur á sviðið um klukkan 21 í kvöld.

Til að fagna nýútkominni geislaplötu, Best of Bang Gang, mun hljómsveit Barða Jóhannssonar, Bang Gang, halda tónleika í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Mun sveitin leika sín þekktustu lög og eins munu fjölmargir góðir gestir stíga á svið.

Bang Gang hefur nú starfað í rúman áratug og er úrvalið á Best of-plötunni glæsilegt. Meðal annarra eru lögin Sacred Things, So Alone, Sleep, The World Is Gray, I Know You Sleep, So Alone og Find What You Get.

Annar geisladiskur fylgir síðan með sem er ekki minna spennandi en þar taka aðrir flytjendur lög Bang Gang. Meðal þeirra eru Cliff Clavin. Þeir tóku einmitt lagið Black Parade í þættinum Svali og félagar í morgun og heyra má það hér í Vísir Útvarp.

Þetta samansafn af bestu lögum sveitarinnar hefur einnig að geyma annan geisladisk þar sem fremstu flytjendur landsins gera lög Bang Gang að sínum eigin.



Forsala miða í Þjóðleikhúsið í kvöld er hér á midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.