Skuldamálin við Húnaflóa eitt það sorglegasta í hruninu 15. mars 2010 18:51 Fjármálaherra og bankastjóri Landsbankans segja báðir að skuldastaða sparisjóðseigenda við Húnaflóa sé eitt það sorglegasta sem komið hafi á þeirra borð. Hvorugur treystir sér til að lofa þeim neinni sérmeðferð umfram aðra skuldara.Áætlað er að fjórða hvert heimili á starfssvæði sparisjóðs Húnaþings og Stranda sitji í illviðráðanlegu skuldafeni eftir að hafa tekið stórfelld lán til kaupa á stofnfjárbréfum, sem síðar hrundu í verði.Um helmingur af kröfunum er í höndum Landsbankans. Ásmundur Stefánsson bankastjóri segir þetta mál eitt það sorglegasta sem hann hafi fengið inn á sitt borð vegna þess hvernig það hitti lítið byggðarlag hrikalega. Ásmundur gefur þó enga von um sérlausn, bankinn þurfi að gæta jafnræðis á milli viðskiptamanna. Hann telji þó fulla ástæða til að skoða hvort aðrir geti komið að þessu, eins og Byggðastofnun.Sparisjóður Keflavíkur er hinn kröfuhafinn og þar segir Angantýr Valur Jónasson sparisjóðsstjóri þetta hryggilegt mál en sparisjóðurinn muni leggja sig fram um að reyna að leysa úr vanda þessara aðila.Vegna sérstöðu málsins kalla ráðamenn í héraðinu eftir sérstakri byggðahjálp frá stjórnvöldum. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir þetta hörmulega sorgarsögu og "..eitt það dapurlegasta sem við sjáum í þessu græðgisvæðingarhruni, það er fólkið sem situr eftir svona statt".Sem þáverandi stofnfjáreigandi í Sparisjóði Þórshafnar í nágrennis átti Steingrímur drjúgan þátt í að fella tillögu sem leitt hefði til samsvarandi hremminga þar. Hann segir að málið við Húnaflóa sé fyrst og fremst þeirra að leysa úr sem lánin veittu og þeirra sem skulda. Eftir atvikum, ef eitthvað sé hægt að gera á sameiginlegum grunni, ætli hann þó engu að hafna fyrirfram í þeim efnum. Það sé hins vegar vandasamt að fara inn í þetta nema þá sem hluta af einhverskonar almennri skuldaúrvinnslu og skuldaendurskipulagningu, samkvæmt almennum leikreglum. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Fjármálaherra og bankastjóri Landsbankans segja báðir að skuldastaða sparisjóðseigenda við Húnaflóa sé eitt það sorglegasta sem komið hafi á þeirra borð. Hvorugur treystir sér til að lofa þeim neinni sérmeðferð umfram aðra skuldara.Áætlað er að fjórða hvert heimili á starfssvæði sparisjóðs Húnaþings og Stranda sitji í illviðráðanlegu skuldafeni eftir að hafa tekið stórfelld lán til kaupa á stofnfjárbréfum, sem síðar hrundu í verði.Um helmingur af kröfunum er í höndum Landsbankans. Ásmundur Stefánsson bankastjóri segir þetta mál eitt það sorglegasta sem hann hafi fengið inn á sitt borð vegna þess hvernig það hitti lítið byggðarlag hrikalega. Ásmundur gefur þó enga von um sérlausn, bankinn þurfi að gæta jafnræðis á milli viðskiptamanna. Hann telji þó fulla ástæða til að skoða hvort aðrir geti komið að þessu, eins og Byggðastofnun.Sparisjóður Keflavíkur er hinn kröfuhafinn og þar segir Angantýr Valur Jónasson sparisjóðsstjóri þetta hryggilegt mál en sparisjóðurinn muni leggja sig fram um að reyna að leysa úr vanda þessara aðila.Vegna sérstöðu málsins kalla ráðamenn í héraðinu eftir sérstakri byggðahjálp frá stjórnvöldum. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir þetta hörmulega sorgarsögu og "..eitt það dapurlegasta sem við sjáum í þessu græðgisvæðingarhruni, það er fólkið sem situr eftir svona statt".Sem þáverandi stofnfjáreigandi í Sparisjóði Þórshafnar í nágrennis átti Steingrímur drjúgan þátt í að fella tillögu sem leitt hefði til samsvarandi hremminga þar. Hann segir að málið við Húnaflóa sé fyrst og fremst þeirra að leysa úr sem lánin veittu og þeirra sem skulda. Eftir atvikum, ef eitthvað sé hægt að gera á sameiginlegum grunni, ætli hann þó engu að hafna fyrirfram í þeim efnum. Það sé hins vegar vandasamt að fara inn í þetta nema þá sem hluta af einhverskonar almennri skuldaúrvinnslu og skuldaendurskipulagningu, samkvæmt almennum leikreglum.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira