Enski boltinn

Macheda verður lánaður til Ítalíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Macheda með Owen.
Macheda með Owen.

Það bendir flest til þess að ítalski framherjinn, Federico Macheda, verði lánaður frá Man. Utd til liðs á Ítalíu í janúar. Leikmaðurinn vill ólmur fá að spila meira og hefur ekki nýtt tækifærin sín hjá Man. Utd nægilega vel.

Samkvæmt umboðsmanni hans þá hefur Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, samþykkt að lána leikmanninn í janúar en á meðal þeirra liða sem hafa áhuga á Macheda eru Lazio og Juventus.

"Man. Utd mun aðeins lána leikmanninn og hann er sjálfur spenntur fyrir því að spila á Ítalíu," sagði umbinn en Macheda er enn aðeins 19 ára gamall.

"Fiorentina gæti líka verið góður kostur en við þurfum að fara vel yfir málin."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×