Íslenski boltinn

KR og Fylkir mætast í elleftu umferð í lok ágúst

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis.
Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis. Fréttablaðið/Valli
Elleftu umferð Pepsi-deildar karla lýkur ekki fyrr en í lok ágúst. Þá geta Fylkir og KR loks mæst í frestuðum leik frá því í sumar. Ellefta umferðin er að öðru leiti búin, líkt og tólfta umferðin. Þrettánda umferðin hefst á morgun með fimm leikjum. Leiknum var frestað vegna þátttöku félaganna í Evrópukeppnum í sumar. KR og Fylkir mætast þann 26. ágúst klukkan 18. Hann verður leikinn á milli sautjándu og átjándu umferðarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×