Ólafur Arnalds: kemur fram í Bridgewater Hall með sinfóníu alfrun@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 16:00 Ólafur Arnalds mun frumflytja nýju plötuna sína fyrir fullum sal í einum af þremur bestu tónleikahöllum í Bretlandi. „Ég er búinn að vera hér síðan á sunnudaginn til að æfa og þetta er mjög flott. Gaman að spila í svona stórum sal," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Ólafur frumflytur plötu sína ... and they have escaped the weight of darkness fyrir fullum sal í The Bridgewater Hall tónleikahöllinni í Manchester í kvöld. Höllin er talin vera ein af þremur bestu tónleikahöllum í Bretlandi og tekur 2.400 manns í sæti. Gítarleikari hljómsveitarinnar Radiohead, Johnny Greenwood, flytur einnig eigið verk sig sama kvöld en hann er aðaltónskáld sveitar breska ríkisjónvarpsins BBC. Ólafur er að fylgja eftir útgáfu plötunnar sem kom út í Bretlandi í maí. Ólafur er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Radiohead og telur hana vera eina af hans áhrifavöldum í raftónlist. „Ég var að heyra verkið hans Johnny Greenwood í dag og það er flott en pínu skrýtið verk fyrir strengjasveit. Er eiginlega ekki búin að ákveða hvað mér finnst um það," segir Ólafur, en Fréttablaðið náði tali af honum í pásu á milli æfinga daginn fyrir tónleikana. Hann var nokkuð rólegur yfir tónleikunum enda vanur að koma fram fyrir fullu húsi. Ólafur verður með fullskipaða sinfóníuhljómsveit á bak við sig í kvöld í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta verður alveg magnað og það er eiginlega búið að vera hálf óraunverulegt að heyra þetta færa tónlistafólk flytja tónlistina mína. Það er alveg svakalega flott, eiginlega bara geðveikt," segir Ólafur en hann endurútsetti plötuna fyrir heila sinfóníuhljómsveit og mun sjálfur spila á píanó í lögunum ásamt því að vera með tæki og tól á sviðinu til að setja „rafelementin" í tónlistina. „Það er líka mjög spennandi að sjá sinfóníuhljómsveit spila með elektrónískum trommutöktum undir." Innlent Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera hér síðan á sunnudaginn til að æfa og þetta er mjög flott. Gaman að spila í svona stórum sal," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Ólafur frumflytur plötu sína ... and they have escaped the weight of darkness fyrir fullum sal í The Bridgewater Hall tónleikahöllinni í Manchester í kvöld. Höllin er talin vera ein af þremur bestu tónleikahöllum í Bretlandi og tekur 2.400 manns í sæti. Gítarleikari hljómsveitarinnar Radiohead, Johnny Greenwood, flytur einnig eigið verk sig sama kvöld en hann er aðaltónskáld sveitar breska ríkisjónvarpsins BBC. Ólafur er að fylgja eftir útgáfu plötunnar sem kom út í Bretlandi í maí. Ólafur er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Radiohead og telur hana vera eina af hans áhrifavöldum í raftónlist. „Ég var að heyra verkið hans Johnny Greenwood í dag og það er flott en pínu skrýtið verk fyrir strengjasveit. Er eiginlega ekki búin að ákveða hvað mér finnst um það," segir Ólafur, en Fréttablaðið náði tali af honum í pásu á milli æfinga daginn fyrir tónleikana. Hann var nokkuð rólegur yfir tónleikunum enda vanur að koma fram fyrir fullu húsi. Ólafur verður með fullskipaða sinfóníuhljómsveit á bak við sig í kvöld í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta verður alveg magnað og það er eiginlega búið að vera hálf óraunverulegt að heyra þetta færa tónlistafólk flytja tónlistina mína. Það er alveg svakalega flott, eiginlega bara geðveikt," segir Ólafur en hann endurútsetti plötuna fyrir heila sinfóníuhljómsveit og mun sjálfur spila á píanó í lögunum ásamt því að vera með tæki og tól á sviðinu til að setja „rafelementin" í tónlistina. „Það er líka mjög spennandi að sjá sinfóníuhljómsveit spila með elektrónískum trommutöktum undir."
Innlent Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira