Olíufundur við Grænland skapar tækifæri fyrir Íslendinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. september 2010 18:45 Iðnaðarráðherra segir að olíufundur við vesturströnd Grænlands geti skapað tækifæri fyrir Íslendinga í þjónustu við vinnslu á olíu á svæðinu. Þá verður samstarf við Norðmenn aukið vegna hugsanlegrar olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Breskt olíufélag Cairns Energy fann olíu við vesturströnd Grænlands í ágúst síðastliðnum. Frá því var greint í morgun að tvenns konar tegundir olíu hefðu fundist, en ekkert bendir til annars en að olían þarna sé í vinnanlegu magni. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir olíufundinn geta haft margvíslegar jákvæðar afleiðingar fyrir okkur Íslendinga. „Það er alveg ljóst að það eru möguleikar í því að við getum verið að þjónusta þá starfsemi sem þarna fer af stað og að því leytinu til geta þetta verið mjög jákvæðar fréttir fyrir okkur Íslendinga. Og við höfum nú þegar, fyrir vestan, verið að horfa til þess að bjóða fram þjónustusvæði fyrir þessa vinnslu að einhverju leyti, ekki vinnsluna sjálfa, heldur starfsemina," segir Katrín. Iðnaðarráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki sett sig í samband við grænlensku landsstjórnina vegna málsins enn, hins vegar sé gott samstarf milli Íslands og nágrannalanda á þessu sviði gegnum Orkustofnun. Á landgrunni Íslands eru tvö svæði þar sem talið er mögulegt að finna jarðolíu eða jarðgas í nýtanlegu magni, en það eru Drekasvæðið austur og norðaustur af landinu og Gammsvæðið svokallaða úti fyrir Norðurlandi. Iðnaðarráðherra mun funda með Orkustofnun í þessari viku vegna aukins samstarfs við Norðmenn í tengslum við hugsanlega olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Meðal þess sem rætt verður eru ýmis öryggismál í olíuvinnslu vegna þeirra álitaefna sem komið hafa upp í kjölfar slyssins í Mexíkóflóa. Þá verða skattamál einnig á dagskránni. „Við erum að þétta samstarfið (við Norðmenn innsk. blm) þegar kemur að öryggismálum en einnig að þétta samstarfið þegar kemur að skattlagningu vegna þess að það er mikilvægt að við séum samkeppnishæf í samanburði við Norðmenn á svæðinu. Þannig að við erum að stíga skrefin í nánara samstarfi við Norðmenn," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra. Tengdar fréttir Grænlendinga dreymir um nýtt olíuævintýri Grænlendinga dreymir nú um nýtt olíuævintýri sem gæti leitt til þess að landið yrði fjárhagslega sjálfstætt frá Danmörku. 9. ágúst 2010 07:50 Grænland datt í lukkupottinn Fréttir í gær um að gas hefði fundist undan ströndum Grænlands og vísbendingar um olíu eru taldar auka áhuga alþjóðlegra olíufyrirtækja að hefja olíuleit allt í kringum þetta næsta nágrannaríki Íslands. 25. ágúst 2010 12:07 Skotar finna olíu við Grænland Skoska olíufélagið Cairns hefur fundið olíu undan vesturströnd Grænlands. Þetta er í fyrsta sinn sem olía finnst við Grænland en áður hafði Cairns fundið gas á sömu slóðum. 21. september 2010 08:23 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir að olíufundur við vesturströnd Grænlands geti skapað tækifæri fyrir Íslendinga í þjónustu við vinnslu á olíu á svæðinu. Þá verður samstarf við Norðmenn aukið vegna hugsanlegrar olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Breskt olíufélag Cairns Energy fann olíu við vesturströnd Grænlands í ágúst síðastliðnum. Frá því var greint í morgun að tvenns konar tegundir olíu hefðu fundist, en ekkert bendir til annars en að olían þarna sé í vinnanlegu magni. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir olíufundinn geta haft margvíslegar jákvæðar afleiðingar fyrir okkur Íslendinga. „Það er alveg ljóst að það eru möguleikar í því að við getum verið að þjónusta þá starfsemi sem þarna fer af stað og að því leytinu til geta þetta verið mjög jákvæðar fréttir fyrir okkur Íslendinga. Og við höfum nú þegar, fyrir vestan, verið að horfa til þess að bjóða fram þjónustusvæði fyrir þessa vinnslu að einhverju leyti, ekki vinnsluna sjálfa, heldur starfsemina," segir Katrín. Iðnaðarráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki sett sig í samband við grænlensku landsstjórnina vegna málsins enn, hins vegar sé gott samstarf milli Íslands og nágrannalanda á þessu sviði gegnum Orkustofnun. Á landgrunni Íslands eru tvö svæði þar sem talið er mögulegt að finna jarðolíu eða jarðgas í nýtanlegu magni, en það eru Drekasvæðið austur og norðaustur af landinu og Gammsvæðið svokallaða úti fyrir Norðurlandi. Iðnaðarráðherra mun funda með Orkustofnun í þessari viku vegna aukins samstarfs við Norðmenn í tengslum við hugsanlega olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Meðal þess sem rætt verður eru ýmis öryggismál í olíuvinnslu vegna þeirra álitaefna sem komið hafa upp í kjölfar slyssins í Mexíkóflóa. Þá verða skattamál einnig á dagskránni. „Við erum að þétta samstarfið (við Norðmenn innsk. blm) þegar kemur að öryggismálum en einnig að þétta samstarfið þegar kemur að skattlagningu vegna þess að það er mikilvægt að við séum samkeppnishæf í samanburði við Norðmenn á svæðinu. Þannig að við erum að stíga skrefin í nánara samstarfi við Norðmenn," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra.
Tengdar fréttir Grænlendinga dreymir um nýtt olíuævintýri Grænlendinga dreymir nú um nýtt olíuævintýri sem gæti leitt til þess að landið yrði fjárhagslega sjálfstætt frá Danmörku. 9. ágúst 2010 07:50 Grænland datt í lukkupottinn Fréttir í gær um að gas hefði fundist undan ströndum Grænlands og vísbendingar um olíu eru taldar auka áhuga alþjóðlegra olíufyrirtækja að hefja olíuleit allt í kringum þetta næsta nágrannaríki Íslands. 25. ágúst 2010 12:07 Skotar finna olíu við Grænland Skoska olíufélagið Cairns hefur fundið olíu undan vesturströnd Grænlands. Þetta er í fyrsta sinn sem olía finnst við Grænland en áður hafði Cairns fundið gas á sömu slóðum. 21. september 2010 08:23 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Grænlendinga dreymir um nýtt olíuævintýri Grænlendinga dreymir nú um nýtt olíuævintýri sem gæti leitt til þess að landið yrði fjárhagslega sjálfstætt frá Danmörku. 9. ágúst 2010 07:50
Grænland datt í lukkupottinn Fréttir í gær um að gas hefði fundist undan ströndum Grænlands og vísbendingar um olíu eru taldar auka áhuga alþjóðlegra olíufyrirtækja að hefja olíuleit allt í kringum þetta næsta nágrannaríki Íslands. 25. ágúst 2010 12:07
Skotar finna olíu við Grænland Skoska olíufélagið Cairns hefur fundið olíu undan vesturströnd Grænlands. Þetta er í fyrsta sinn sem olía finnst við Grænland en áður hafði Cairns fundið gas á sömu slóðum. 21. september 2010 08:23