Viðskipti erlent

Grænlendinga dreymir um nýtt olíuævintýri

Grænlendinga dreymir nú um nýtt olíuævintýri sem gæti leitt til þess að landið yrði fjárhagslega sjálfstætt frá Danmörku.

Tilraunboranir eru hafnar undan vesturströnd Grænlands við Diskóeyju sem liggur í samnefndum flóa. Þetta er í áttunda sinn sem reynt er að bora eftir olíu við Grænland en það er skoska félagið Cairn Energy sem stendur að olíuleitinni núna.

Fjallað er um málið á vefsíðunni offshore en þar er haft eftir Kuupik Kleist formanni heimastjórnar Grænlands að olíufundur við landið gæti haft víðtækar afleiðingar fyrir þjóðina.

Kleist segir að ekki hvað síst myndu Grænland verða óháð Danmörku um fjármagn en Danir styrkja Grænlendinga nú um þrjá milljarða danskra króna eða yfir 60 milljarða króna á hverju ári.

Kleist segir að ef vinnanleg olía finnist muni hagnaðurinn frá vinnslunni fara í sérstakan sjóð, álíkan norska olíusjóðnum,

Rannsóknir benda til að hugsanlega sé mikið magn af olíu undan ströndum Grænlands en hingað til hefur olía ekki fundist í vinnanlegu magni.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×