Lilja íhugar að segja sig úr þingflokki VG 28. desember 2010 06:00 „Beðin um að segja af sér” var fyrirsögn á viðtali DV við Lilju Mósesdóttur fyrir rúmu ári. Nú veltir hún fyrir sér úrsögn úr þingflokknum. fréttablaðið/valli Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, furðar sig á viðbrögðum flokksforystunnar við hjásetu hennar, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar, við afgreiðslu fjárlaga fyrr í mánuðinum. Hún telur þau hörð og ekki til sátta fallin. Vísar hún til skrifa Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar formanns. Hún segir að svo kunni að fara að í það minnsta hún segi sig úr þingflokknum. Á þingflokksfundi fyrir jól lagði Árni Þór fram greinargerð í fimmtán liðum þar sem hann svarar yfirlýsingu þremenninganna um hjásetuna. Í fáum orðum sagt vísar hann fullyrðingum þeirra um efnahagsáætlun, efnahagsforsendur, niðurskurð, tekjuöflun, forgangsröðun og vinnubrögð á bug. Lilja segir þremenningana ætla að svara Árna efnislega í greinargerð sem lögð verður fyrir þingflokkinn á fundi hans á nýju ári. Um orð hans almennt segir hún hins vegar að þau komi henni verulega á óvart. „Það þarf tvo til að deila og það var von okkar að það væri hægt að setjast niður og ræða málin. Reyndar vonuðum við fram að þessari hjásetu að það yrði sest niður með okkur og reynt að ná samkomulagi en það var ekki gert. Eftir hjásetuna er það svo bara harkan sex og ég velti fyrir mér hverjir það eru sem virkilega þrá að sprengja þessa vinstri stjórn. Við höfum verið sökuð um það með hjásetunni en það voru ekki við sem töluðu um vantraustsyfirlýsingu heldur flokksforystan. Það var eins og hún væri að kalla fram vantraustsyfirlýsingu frá stjórnarandstöðunni." Lilja segir þau Atla og Ásmund hafa viljað semja um endanlega útgáfu fjárlaga. Þau hafi rétt fram sáttahönd með því að bera upp þrjár misróttækar tillögur um minni niðurskurð og aukna tekjuöflun. Ekki hafi verið reynt að ná sátt um tillögurnar. Lilja segir málflutning Árna Þórs ganga út á að þau þrjú eigi að biðjast afsökunar á hjásetunni, slíkur málflutningur auki ekki líkurnar á að sættir takist. Í jólakveðju til flokksmanna skrifaði Steingrímur J. Sigfússon meðal annars: „Steinum sem velt er í götuna fylgir mikil ábyrgð." Þeim orðum er talið beint að þremenningunum. „Margir túlkuðu þessa steina í götu ríkisstjórnarinnar sem valda einstaklinga í VG," segir Lilja. „Ef það er almennt skoðun stjórnarliða að við séum steinar í götu þeirra sé ég ekki annað en að við þurfum að bjóðast til að yfirgefa stjórnarliðið svo það geti haldið störfum sínum áfram." Spurð hvort það geti orðið að niðurstöðu að þau segi sig úr þingflokknum, svarar Lilja - og tekur fram að hún svari fyrir sig eina: „Ef þetta er viðhorfið er sá möguleiki fyrir hendi. Það var ekki ætlunin eftir hjásetuna en sá möguleiki varð til eftir viðbrögð forystunnar." Eins og sakir standi íhugi hún aðeins að segja sig úr þingflokknum, úrsögn úr flokknum sjálfum sé annað mál. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, furðar sig á viðbrögðum flokksforystunnar við hjásetu hennar, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar, við afgreiðslu fjárlaga fyrr í mánuðinum. Hún telur þau hörð og ekki til sátta fallin. Vísar hún til skrifa Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar formanns. Hún segir að svo kunni að fara að í það minnsta hún segi sig úr þingflokknum. Á þingflokksfundi fyrir jól lagði Árni Þór fram greinargerð í fimmtán liðum þar sem hann svarar yfirlýsingu þremenninganna um hjásetuna. Í fáum orðum sagt vísar hann fullyrðingum þeirra um efnahagsáætlun, efnahagsforsendur, niðurskurð, tekjuöflun, forgangsröðun og vinnubrögð á bug. Lilja segir þremenningana ætla að svara Árna efnislega í greinargerð sem lögð verður fyrir þingflokkinn á fundi hans á nýju ári. Um orð hans almennt segir hún hins vegar að þau komi henni verulega á óvart. „Það þarf tvo til að deila og það var von okkar að það væri hægt að setjast niður og ræða málin. Reyndar vonuðum við fram að þessari hjásetu að það yrði sest niður með okkur og reynt að ná samkomulagi en það var ekki gert. Eftir hjásetuna er það svo bara harkan sex og ég velti fyrir mér hverjir það eru sem virkilega þrá að sprengja þessa vinstri stjórn. Við höfum verið sökuð um það með hjásetunni en það voru ekki við sem töluðu um vantraustsyfirlýsingu heldur flokksforystan. Það var eins og hún væri að kalla fram vantraustsyfirlýsingu frá stjórnarandstöðunni." Lilja segir þau Atla og Ásmund hafa viljað semja um endanlega útgáfu fjárlaga. Þau hafi rétt fram sáttahönd með því að bera upp þrjár misróttækar tillögur um minni niðurskurð og aukna tekjuöflun. Ekki hafi verið reynt að ná sátt um tillögurnar. Lilja segir málflutning Árna Þórs ganga út á að þau þrjú eigi að biðjast afsökunar á hjásetunni, slíkur málflutningur auki ekki líkurnar á að sættir takist. Í jólakveðju til flokksmanna skrifaði Steingrímur J. Sigfússon meðal annars: „Steinum sem velt er í götuna fylgir mikil ábyrgð." Þeim orðum er talið beint að þremenningunum. „Margir túlkuðu þessa steina í götu ríkisstjórnarinnar sem valda einstaklinga í VG," segir Lilja. „Ef það er almennt skoðun stjórnarliða að við séum steinar í götu þeirra sé ég ekki annað en að við þurfum að bjóðast til að yfirgefa stjórnarliðið svo það geti haldið störfum sínum áfram." Spurð hvort það geti orðið að niðurstöðu að þau segi sig úr þingflokknum, svarar Lilja - og tekur fram að hún svari fyrir sig eina: „Ef þetta er viðhorfið er sá möguleiki fyrir hendi. Það var ekki ætlunin eftir hjásetuna en sá möguleiki varð til eftir viðbrögð forystunnar." Eins og sakir standi íhugi hún aðeins að segja sig úr þingflokknum, úrsögn úr flokknum sjálfum sé annað mál. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira